25.1.2010 | 08:53
Magnað lið
Króatar eru með magnað lið, rétt eins og við. Því verður væntanlega um hörkuleik að ræða í dag.Króatar og Frakkar eru sennilegast liðin sem talin eru hvað líklegust til að leika til úrslita nema kannski þegar rætt er við okkur Íslendinga. Þá verðum það við og einhverjir aðrir. Ótrúleg íþróttaþjóð þessi króatíska þjóð sama hvað um er að ræða. Hand-, fót- eða körfubolta, sundknattleik og svo framvegis....
Menn þurfa að hitta á góðan dag til þess að klára þennan leik. Hef trú á að ásarnir okkur með reynsluna muni eiga góðan leik í dag. Snorri Steinn mun eiga sinn besta leik. Óli Stef mun skora og leggja upp haug af mörkum. Guðjón Valur mun eiga sin besta leik það sem af er móti. ....er ég kannski orðinn full bjartsýnn?
Ætla að leyfa mér að spá í þennan leik og að við vinnum með einu. held mig við það sem að ég spáði eftir Austurríkisleikinn um að við munum vinna næstu 4 leiki, 1 kominn 3 eftir.
26-25 fyrir okkur - hvað segir þú?
![]() |
Króatar eru óárennilegir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara minna á að Pólverjar eru líka með mjög sterkt lið, þessi 4 lið fara líklega í undanúrslit nema Danir vinni Króatana aftur og við fáum bara 1 stig úr fyrstu 2 leikjunum
áhugamaður (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:08
Hvernig sem fer, þá er nokkuð ljóst að þessi keppni verður rosaleg. Króatar, Frakkar og Pólverjar eru með gríðarlega öflug lið og svo verður gaman að sjá hvort Austurríkismenn ná að stríða fleiri liðum.
Snorri, Alexander og Óli eiga allir eftir að hrökkva í gang. Skulum vona að það gerist á eftir, því þetta verður einn mikilvægasti leikur mótsins fyrir okkur.
Áfram Ísland!
Jón Flón (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 09:57
Þú heldur þig við lágar tölur.Ég get verið sammála því að ef sigur vinnst þá verður útkonan
lágt skor.Leikurinn mun standa og falla með varnarleiknum og markvörðslu.Sammála því að
það hlytur að fara að koma að þætti Snorra.Ólafur er þó alltaf maðurinn á bak við mörg mörkin
þó hann sé ekki að skora þau sjálfur.Ef þessi leikur vinnst eru strákarnir í góðum málum.
sigurður V Guðjonsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.