Íslenska þjóðin þurrkuð út!!!

Þessar tölur eru svakalegar, svo vægt sé til orða tekið. Það er bara verið að tala um í tölum að íslenska þjóðin hafi verið þurrkuð úr. Slíkur er mannfjöldin. Umfang skjálftans kemur sífellt betur í ljós og hryllingurinn sem við blasir er hrikalegur. Nú eru menn byrjaðir að hnýta verulega í hina og þessa sem að málum eiga að standa og skamma þá fyrir seinagang og jafnvel slæleg vinnubrögð. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist við svona aðstæður. En ekki að það leysi neitt.

Það er í raun með ólíkindum eftir alla þessa daga og með alla þessa þekkingu, tæki og tól í heiminum að ekki skuli en vera allt komið á fulla ferð. Að menn skuli en vera að heyra af hnökrum hér og þar eftir alla þessa daga, er eitthvað sem að pirrar mikið af hjálparfólki. Vonandi bætir þó í á næstu dögum.

Safnanir standa víða yfir og nú stendur til að gefa út gamla REM lagið Everybody hurts til styrktarhjálparstarfinu á Haítí.  Simon Cowell fer fremstur í flokki við að koma þessu á koppinn. Þarna mun ótrúlegur fjöldi listamanna ljá laginu rödd sína m.a. Mariah Carey, Cheryl Col, Susan Boyle, Take That, Rod Stewart, Miley Cyrus, James Morrison, Mika og James Blunt meðal annarra gefa vinu sína og leggja fram framlög.

Jay-Z, Rihanna, Bono og the Edge komu fram með lag um helgina til styrktarmálefninu, sjá myndband hér að neðan:


mbl.is Óttast að 350 þúsund hafi látist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.