Eiður Smári kominn á fætur!

Það er vonandi að þetta sé til merkis um það að Eiður SMári sé kominn á ról. Búinn að henda af sér inniskónum og reima á sig markaskóna sem að hann mun vera í allavega fram á vor. Ókei Dagenham & Redbridge eru ekkert stórveldi en það táknar samt ekki að það sé sjálfgefið að menn vinni eða skori. Hvernig fór fyrir Wigan gegn Notts County? D & R eru í 9 sæti í annarri deild með þremur stigum minna en Notts County. Hér fyrir neðan fylgjir helsti árangur D & R í gegnum tíðina. EN gaman að sjá að Eiður Smári er klæddur og kominn á ról.

Conference National

  • Champions: 2006–07
  • Runners-up: 2001–02

Isthmian League Premier Division

  • Champions: 1999–2000

FA Trophy

  • Runners-up: 1997

Essex Senior Cup

  • Winners: 1998, 2001
  • Runners-up: 2002

 


mbl.is Eiður Smári skoraði tvö fyrir Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verða sagðar Eiðs-fréttir næstu mánuði.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Davíð svo sannarlega. Það hafa svo sem verið sagðar Eiðs Smára-fréttir áður og lengi.

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 10:44

3 identicon

Ég sem Arsenalmaður finnst það bara gott á Tottenham  að sitja uppi með Eið Smára.

Leigubílstjóri einn er sennilega ekki sammála mér í þessum pælingum. kv

Stefán Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Stebbi Geir. Það eru nú nokk fleiri en leigubílstjórinn ekki sammála þér, einn framhaldskólakennari, allavega einn sjóhundur og eflaust fleiri. - he he he

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 11:32

5 identicon

....og a.m.k. einn knattspyrnustjóri.

Gianfranco Zola (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 11:42

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

he he he

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 12:37

7 identicon

Segjum tveir knattspyrnustjórar ...

þjálfari Monaco (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:21

8 identicon

Og a.m.k einn glaður þjálfari ;)

Harry Redknap (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:22

9 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Er ekki málið að sjá þá leika gegn alvöru liði áður en menn missa sig yfir þessu??

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 3.2.2010 kl. 15:33

10 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Það er búið að rýma sæti á bekknum fyrir hann, en viljið þið ekki bíða og vita hvort hann sleppur í lið.

Monakó keypti köttinn í sekknum, og lánar hann nú til að minnka tapið.

Sveinn Elías Hansson, 3.2.2010 kl. 18:09

11 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nú ert þetta komið í einhverja langloku hjá okkur. Auðvitað verður gaman að sjá hvernig pilti mun ganga og vonandi mun það ganga vel.

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 19:12

12 identicon

Þegiðu Gísli Foster, þú ert örugglega leiðinlegasti bloggari sem ég veit um! þessi heimskulega mynd þín er viðbjóður, er þetta hundur?....Hættu að blogga!

Gísli Rúnar Konráðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:42

13 identicon

Gísli Rúnar! Hver í meig í hausinn á þér? Vert þú ekkert að commenta gerpið þitt... Týpískur Keflvíkingur!

Viðar Rúnarson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:44

14 identicon

Reyndar bý ég ekki í Keflavík, ég er há menntaður Kennari ef þú vilt vita :@

Gísli Rúnar Konráðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:46

15 identicon

Hverjum er ekki sama að þú sért kennari.....???

Jón Gísli Reynaldsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:48

16 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kíktu endilega við sem oftast Gísli Rúnar. Alltaf velkominn. Vona að þér líði ekki eins og þú sért að horfa í spegil þegar þú serð myndina.

Líttu á björtu hliðarnar væni

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband