Þó fyrr hefði verið

Þetta helv. fyrirkomulag er búið a vera til vansa í mörg ár. Í gegnum tíðina þegar við Eyjamenn t.d. nefndum þessar breytingar þá hristu menn bara höfuðið og fremst fór þáverandi stjórna sambandsins. Gleymi því aldrei að KA menn til dæmis voru alltaf á móti okkur í þessu og studdu KSÍ, og þeirra maður fór fljótt þar inn. Þeir lenntu ef að ég man rétt svo í því 2 ár í röð að komast í undanúrslit og þurftu að spila fyrir tómum Laugardalsvellinum en það breytti í engu afstöðu þeirra - fannst þetta alltaf svolítið spes. En þetta er nú bara eitt dæmið.

Annað bikardæmið var hvernig menn sáu til þess að stóru liðin fengu auðveldari bikar en aðrir. Það er að segja komu alltaf inn á seinni stigum og gátu jafnvel ekki dregist saman og þar fram eftir götunum - þetta þótti mér líka spes. Þessu er búið að breyta, sem betur fer.

Vona að þessi tillaga fljúgi í gegn. Frá mínum bæjardyrum séð verður hún boltanum í landinu til tekna frekar en hitt.


mbl.is Níu félög vilja breytingar á bikarúrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Hjörtur Hafliða...nefndi sl.sumar líka að undanúrslitaleikirnir ættu td að vera í Eyjum og á Akureyri um verslunarmannahelgina...nóg af fólki...og vafalaust myndun margir mæta...í stuði:):)

Halldór Jóhannsson, 3.2.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það er svo sem hugmynd, en ég er svo sem ekkert sérstaklega hrifinn af henni. En Hjörvar Hafliða var ötull talsmaður þessara breytinga síðasta sumar ég var ánægður með hann allt sumarið, nema í United búningnum á Þjóðhátíð!!!!!

Gísli Foster Hjartarson, 3.2.2010 kl. 20:52

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já það er skandall:)

Halldór Jóhannsson, 3.2.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.