Lífeyrissjóðirnir með Byr undir báða vængi

Þessir blessaðir Lífeyrissjóðir hér og þar já og alls staðar. Þeir hafa ekkert við Byr að gera. Það verður gaman að sjá hver vinnubrögð sumra lífeyrissjóða verða núna eftir hrun þegar þeir hafa tapað miklum fjármunum. Ætli þeir fari í sama leikinn aftur eða ætli þeir leiti bara að lægri en öruggari ávöxtun fyrir sjóðfélaga sína? Hvað segir fólk í sjóðum þar sem að lífeyrir hefur verið skertur. Þar fóru menn hamförum með peninga fólksins en sama liðið situr jafnvel enn í stjórnum og forsvari sjóðanna og lætur eins og ekkert hafi í skorist - er það eðlilegt?

Byr verður sem sagt nýjasti ríkisbankinn.


mbl.is Ríkið vill eignast Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Við þurfum að reyna að hrekja þetta lið úr stjórnum lífeyrissjóðanna.

Það gerum við með því að mæta á aðalfundi okkar verkalýðsfélaga og steypa stjórnum þeirra, þannig komum við oðrum hæfari einstaklingum í stjórnir sjóðanna.

Þessar stjórnir félaganna nú eru allt ein klíka sem situr vörð um EIGIN hag ekki okkar félagsmannanna.

Skoðið hversu lengi sömu menn hafa verið formenn sumra félaga.

Nefni hér RSÍ, Samiðn, Fagfélagið og fleiri.

Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 12:08

2 identicon

Farid bara i Sofnunarsjod Lifeyrisrettinda, eg er thar thad er frabaert. Varfaerin stefna og ekkert sukk og svinari.

Hehe (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.