9.2.2010 | 18:23
Allir á móti Arsenal!!!
Það vantar ekki að menn leggja til atlögu við strákana hans Arsene Wenger þessa dagana. Allir ólmir í að leggja þá af velli, rétt eins og þeir seú núvernadi meistarar. Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og Liverpool hefur aðeins rétt úr kútnum í deildinni þó nokkuð langt sé í toppinn og liðið úr leik í nokkrum bikarkeppnum. Þeir eru þá en í Evrópudeildinni eða hvað þetta er kallað nú til dags, man það ekki í augnablikinu. Sumir hafa viljað kalla þetta Wanabieskeppnina, þar sem þetta eru lið sem falla úr meistaradeildinni og lið sem voru lægra sett í deildarkeppnunum heima fyrir. Ég er ekkert hiss þó að Gerard reiði til höggs gegn stráklingum Wengers sem eins og hann segir eru særðir þessa dagana og öll spjót virðast standa á Arsenal, tap gegn Liverpool og þeir eru endanlega úr leik í baráttunni um titilinn. Liverpool er hvort eð er úr leik en eins og Gerard segir þá langar þá að ná í 3ja sætið!!!! Spái þessu 2-2 - ekki sama súpan og hér að neðan!!!
Gerrard: Náum þriðja sætinu af Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Arsenalmenn rísa út öskustónni og landa sigri gegn púllurum, kæmi mér ekki á óvart ef lokastaðan yrði 6-3 mínum mönnum í vil
Sigurður Oddur (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 21:07
Rooosalega eru menn þar í bænum að verða bjartsýnir!Sjáum til,hvernig Liverpool stendur síg á móti City til að byrja með,ef við erum að tala um 4. sæti en ekki 3ja...'Eg sem held með City,er frékar bjartsýnn að minir menn negla síg í ár í meistaradeild fyrir næsta ár og hef ekki séð ennþá ástæðu að óttast Liverpool,frékar Tottenham:)
valmar hvanndal (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.