Allt upp á borð!!

Finnst þetta fínt framtak. Eitthvað sem mætti gera meira af. Ekki bara í skólum heldur líka á vinnustöðum og víðar í samfélaginu, þó ekki væri nema til að halda fólki á tánum. Ekkert sem segir að alltaf finnist eitthvað. en þetta er hið besta mál. Legg til að fíkniefna hundurinn hér í Eyjum verði gerður út af örkinni í svona verkefni.


mbl.is Fíkniefnaleit í Tækniskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristjánsson

Halda fólki á tánum ??? Hvað sem fíkniefnum líður, þá hef ég engan áhuga á að búa í þjóðfélagi þar sem lögreglan getur heft ferðafrelsi borgara og gert á þeim leit án þess að hafa neinn rökstuddan grun um að brota hafi átt sér stað. Þetta er með öllu ólíðandi, sóun á fjármagni (sem er víst vægast sagt takmarkað) og ég efa að þetta fái staðist nokkurn lagabókstaf.

Guðmundur Kristjánsson, 11.2.2010 kl. 15:51

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ekki svona neikvæður Guðmundur. Sé ekkert að því að taka svona próf öðru hvoru, ja ekki nema að ég hafi eitthvað að fela. Sóun á fjámragni? Er þetta lið ekki í vinnu hvort eð er?

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2010 kl. 16:10

3 identicon

Hárrétt hjá Guðmundi

Rúnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:18

4 identicon

Ég sé margt að því. Það er ástæða fyrir því að við bönnum að leitað sé á einstaklingum án ástæðu. Svona reglur voru settar eftir hundruði ára af slæmri reynslu af því að valdhafar hafi frjálst vald. En lögreglan og aðrir lögfróðir eru meistarar í að brjóta gegn anda laganna án með því að finna loopholes og fundu leiðir til að framkvæma sama hlutin án þess að snerta.

Svo ekki sé talað um hvaða vandamál er verið að sporna við. Fréttin segir sjálf að ekkert hafi fundist og það virðist vera alltaf niðurstaðan úr þessum leitum. Þannig að það er verið að bregðast aftur og aftur við vandamáli sem virðist ekki einu sinni vera til staðar. Og til þess er beitt frelsissviptingu og ástæðulausum leitum.

Ég spyr bara. Ef tilgangurinn á að helga meðalið hver er þá tilgangurinn? Til hvers var verið að þessu? Hefur verið vandamál með fíkniefnaneyslú í skólatímum á íslandi? Mig nefnilega grunar að þetta vandamál sé ekki einu sinni til.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:21

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sé að þið eruð alfarið á móti þessu. Skil sv sem alveg ykkar afstöðu. Ég stórefa eins og þú Jón Grétar að fíkniefnaneysla  í tímum á Íslandi þekkist, þó eflaust sé hægt að finnan undantekningar þar frá ef vel er leitað, maður upplifði nú ýmislegt í skóla þó svo að ég minnist ekki fíkniefna en áfengis minnist ég - en það er aukaatriði.
Voru það ekki skólastjórnendur sem báðu um þessa leit? Einhver hlýtur ástæðan fyrir því að vera. Varla datt þeim þetta í hug bara til að gera eitthvað!!!....þó maður í sjálfu sér viti aldrei hvað þeim dettur í hug. Eigum við ekki að vra ánægðir að ekkert kom út úr þessu það hlýtur að friði mannskapinn.

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2010 kl. 16:58

6 Smámynd: Ásgeir Bergmann Pétursson

Að friða mannskapinn? Nei þetta er ekki til þess fallið að friða mannskapinn. Upplifði sjáfur svipaða leit á mínum manntaskólaárum og hafði þá aldrei séð hass, en ég man hvað við krakkarnir vorum reiðir að þurfa að sitja undir þessu. Þetta eykur ekki vinsemd þessara krakka gagnvart lögregluþjónunum, það máttu bóka.

Ásgeir Bergmann Pétursson, 11.2.2010 kl. 17:05

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég veit það ekki maður er kannski bara svona máttlaus - truflar mig ekki neitt svona eftirlit. 

Auðvitað verða sumir pirraðir, og aðrir ekki. Nemendur hljóta að geta sýnt löggunni og skólayfirvöldum "löngutöng" fyrst ekkert kom út úr þessu, það hlýtur að teljast nemendum til tekna, þannig séð. Heyrði nú í einum sem er þarna við nám honum fannst þetta skrýtið en það náði ekki lengra. Það segir ekki að öllum líði þannig.

Hvernig ætli þetta hefði verið matreitt ef eitthvað hefði fundist? Tækniskólinn vaðandi í vímuefnum!!! Hvað hefði fólk sagt þá?

Gísli Foster Hjartarson, 11.2.2010 kl. 17:19

8 identicon

@Gísli: Ef þetta friðaði nú fólk þá væri það allavega eitthvað. En þetta friðaði engann heldur sé ég marga vilja núna meira af þessu. Ég geri mér líka grein fyrir að þetta gerir okkur ekki að 1984 like ríki en fólk gleymir að svoleiðis gerist með þróun en ekki stökki. Ég veit ekki af hverju skólastjórnendur báðu um þetta. Gæti ímyndað mér að það sé eitthvað vinsældardæmi. Það þykir töff meðal þeirra í stjórarstöðu yfir landi og stofnunum að vera "tough on crime".

Og ég með mín fáu ár til vits hef samt náð að verða var við þá þróun að þetta sé komið í vítahring. Þú færð atvæði með því að vera meira og meira extreme gegn eiturlyfjum. Sem færir þig til að vera harðari og harðari í afstöðu þinni. Sem fær fylgismenn þeirra til að litast af þeirri skoðun. Sem fær þann næsta sem vil atkvæðin til að vera enn harðari í sinni afstöðu. Og svona heldur þetta áfram koll af kolli þar til að stór partur af þjóð og þingi er bara komið langt fram úr einvherju sem mætti kallast "afstaða" og í staðinn komin með það sem má kalla allgert, hreint og gjörsamlega blint hatur af verstu gerð. Og það hræðir úr mér líftóruna.

@Ásgeir: Það er einmitt partur af málinu Ásgeir. Auðvitað á lögreglan ekki að vera í einhverjum vinsældarveiðum en ég held að það verði samt að passa að gera hana ekki beint óvinsæla. Allt traust, virðing og samstarf virðist vera horfið milli ungs fólks annars vegar og valdahafa og stjórnenda hins vegar.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:29

9 identicon

Væri ekki ráð að fara með hundinn inn á Alþingi.Sumir þar virðast vera í vímu

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 19:24

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta var frábært framtak hjá lögreglu og skólayfirvöldum, vonandi verður meira gert af því að fara með hundana í framhaldsskóla, og einnig þarf að fara með þá í grunnskólana. Verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smárinn eru vettvangur fíkniefnasala og það þarf að auka eftirlit þar.

Yfirvöld hafa verið alltof lin undanfari ár gangvart fíkniefnum,  og árangurinn er sá að Hells angels eru að skjóta hér rótum.  Við almenningur höfum verið of værukær gagnvart glæpamönnum, en það gengur ekki lengur. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2010 kl. 19:55

11 identicon

Maður vellti því fyrir þér hvenær Guðrún mundi mæta á svæðið með sinn boðskap ofbeldis. Lög, manngæska og árángur skiptir hana engu í baráttu sinni. Heiminum skal stjórnað með járnhendi.

Við höfum reynt hennar leið og þar er ekki að finna þessa svokallaða linkind sem hún talar um. Dómar hafa tvöfaldast í lengd. Handtökur hafa aukist. Harka lögreglu hefur aukist. Ástæðulausar leitir eru algengar og börn eru álitin glæpamenn við fæðingu hjá henni. Og árángur þessarar herferðar hennar og þeirra sem deila hennar skoðun. Allt hefur versnað.

Guðrún. Ef allt hefur farið til fjandans hér þá er það vegna þess að það var hlustað á hatursfullan áróður fólks eins og þín. Þannig að ég skrifa þetta allt á þig og þína. Illsku ykkar verður bara að linna áður en við breytumst í Íran.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:11

12 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Jón Grétar, andskotans Jésús kristur, EKKI gefa tröllinu að borða !!!

Birgir Hrafn Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 21:04

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 mæta á svæðið með sinn boðskap ofbeldis.

er það boðskapur ofbeldis að  vilja koma í veg fyrirað sölumenn dauðans fái að athafna sig?Er ekki nóg af dauðföllum venga fíkniefnaneyslu? Er ekki nóg af nýsmituðum HIV sprautufíklum?

Lög, manngæska og árángur skiptir hana engu í baráttu sinni.

Ertu að vísa til þess að fíkniefnasala er bönnuð á Íslandi? Hvaða manngæsku ert þú að tala um?

Er ég orðin ábyrg fyrir uppgangi glæpamanna sem að margir hverjir voru bendlaðir við fíkniefnaneyslu?

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2010 kl. 21:09

14 Smámynd: SeeingRed

Mér dettur alltaf Sarah Palin í hug þegar Guðrún S byrjar með sitt öfgasnakk og álíka vitrænt það sem þær báðar hafa fram að færa.

SeeingRed, 11.2.2010 kl. 23:28

15 Smámynd: halkatla

Er ekki við hæfi að fagna því að fólk sé greinilega ekki með dóp á sér í skólanum, og þar af leiðandi ekki að neyta þess eða að selja á skólatíma? Það sannaðist í þessari umfangsmiklu fíkniefnaleit. Auðvitað má segja að hundarnir séu bara svona lélegir og þessvegna hafi ekkert fundist, en ég ætla að vera bjartsýn og gefa rökkunum og krökkunum (og öllu fullorðna fólkinu sem er í námi þarna) það að þau hafi verið höfð fyrir algjörlega rangri sök.

En ég er samt svartsýn á framtíð þessa lands yfir því að hér sé til fólk sem vill "halda okkur á tánum" útaf engu. Takk fyrir, nei, einsog Jón Grétar hefur bent á þá ætti það fólk bara að flytja til Írans. 

Og ef foreldrar grunnskólabarna vilja vita hvort að börnin þeirra séu í neyslu á öðru en áfengi (sem gerist þá ábyggilega oftast um helgar) þá geta þau sjálf tekið prufur heimafyrir, eða látið rannsaka þvagið úr þeim. Að koma þeirri "ábyrgð" yfir á grunnskólana, þannig að það viðgangist að löggan sé reglulega fengin til að mæta í skólana þeirra og niðurlægja eða hræða líftóruna úr saklausum börnum finnst mér svo viðbjóðsleg tilhugsun að ég gæti farið að gráta!

halkatla, 12.2.2010 kl. 00:37

16 identicon

SeeingRed ég verð nú bara að segja að ég er sármóðguð Söru Palin vegna (án þess að vera neinn sérstakur stuðningsmaður hennar) yfir þessu kommenti þínu!! Ég hef aldrei heyrt SP tala hatursfullt um þá sem eru ósammála henni en það gerir GS almennt og iðulega (sorry fyrir kjötbitann handa tröllinu, this one is on me :/)

og svo ég þurfi ekki að svara þeim ásökunum seinna, nei Guðrún ég er hvorki fíkniefnaneytandi né sölumaður dauðans, aðeins blogglesari sem hef öðru hvoru rekist á komment eftir þig hingað og þangað um bloggheim.

Grjón (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 02:54

17 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég hélt nú að þetta mál með fullorðna fólkið í Tækniskólanum væri búið. Voru ekki allir hreinsaðir af sök. Sem er bara hið besta mál. Þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi viljað gera þessa innrás í skólann þá hefur greinilega komið í ljós að þetta var "false alarm". Hef ekki nokkrar áhyggjur af því að hundarnir séu daprir. Hafa þeir ekki fyrir löngu sannað ágæti sitt?

Einu hjó ég eftir og læt mér því ekki bregða þó að Tækniskólinn geri aftur svona leit og það var að einhever fulltrúi þeirra sagði að hundarinir hefðu fundið "eitthvað" á þremur einstaklingum en það hefði ekkert komið útúr því. Kannski var hún með því að reyna að réttlæta gjörðir sínar.

pirrhringur - það ætla ég að vona að við séum ekki að fara að fínkemba grunnskólanna með leitarhundum. Það mun ég ekki leggja til þó að ég sé formaður foreldrafélags grunnskólans hér í Eyjum - þá dettur mér það ekki í hug. En það skrýtna er að þeir krakkar sem ég þekki hér þeim finnst þessir hundar spennandi og ótrúlegt hvað þeir geta fundið, skil því einfaldlega ekki alveg þessi ummæli um að hræða líftóruna og svo framvegis úr þeim.

Nú er alltaf fíkniefnaleit í kringum Þjóðhátíðina. Á að leggja hana nður? Er hún bara vitleysa? Veit ekki betur en að það sé almennt mikil ánægja með það eftirlit. Eru það ekki kannski bara þeir sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu sem hræðast þessa leit? Ég bara spyr.

Bestu kveðjur til ykkar allra með von um að þið eigið góðahelgi.

Gísli Foster Hjartarson, 12.2.2010 kl. 09:54

18 identicon

Talandi um þjóðhátíðina. Hver er árángurinn af öllu þessu eftirliti þar? Það er eytt tugum milljóna í eftirlitið. Þeir ná svo einhverjum örfáum einstaklingum sem kostar nokkra tugi milljóna að kæra og dæma og svo milljónir í að refsa þeim. En framboð og neysla minnkaði nákvæmlega ekkert. Hver var þá tilgangurinn með öllu þessu veseni og kostnaði. Er það ekki nánast skilgreining á geðveiki að gera sama hlutin aftur og aftur og vonast að hann virki einhvertíman í framtíðinni.

Það sem þarf á finna út er hvað þar er sem kallast "sigur" í þessu? Og er þá hægt að ná þeim sigri til að byrja með? Það er ekki hægt að stoppa neyslu með valdi. Það er bara ekki hægt og það er 100% vitað. Eina sem gerist með aðferðunum sem við beitum hér á íslandi er að glæpirnir verða stærri og verri og dauðsföllin fleiri.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:11

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það eru lög í þessu landi. Öllum skólum ber að sjá til þess að nemendur þeirra búi við öryggi, og það er ólíðandi að skólastjórnendur vanræki sína öryggiseftirlitsskyldu. Meðferð fíkniefna á skólalóð ógnar öryggi nemenda og þess vegna ber skólayfirvöldum að gera allt til þess að fyrirbyggja slíka starfsemi.

Svíar ganga hart fram í baráttunni gegn fíkniefnum, og við ættum að taka þá til fyrir myndar á því sviði. Það er ólöglegt að vera með fíkniefni í fórum sínum svo einfalt er það.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2010 kl. 11:23

20 identicon

Já Guðrún. Það eru lög í þessu landi. Í lögum er meðal að finna lög um frelsissviptingar, ólöglegar leitir og að þú sért saklaus uns sekt er sönnuð. En þér finnst ekkert að því að brjóta þau lög. Og skólinn þarna akkúrat féll á að tryggja nemendum öryggi. Þeir féllu á að tryggja að nemendur séu ekki rannsakaðir án gruns um glæp. Þér féllu á að byggja upp hugmyndir meðal nemenda um að traust og löghlýðni sé grundvöllur samfélags. Þeir tóku blásaklausa nema sína og sökuðu um og rannsökuðu sem glæpamenn. Með lögum skal land byggja segir á búningi lögreglunnar. Þú þarft að kynna þér þau orð og merkingu þeirra.

Gaman annars að þú talir um hvað allt er æðislegt í Svíþjóð. Segir hér fyrst allra að þar sé nú hart tekið á málunum. Og hver er árángurinn þar? Já ofbeldi, skotárásir, rán og viðbjóður er orðin þar allra algengast á norðurlöndunum. Og þú vilt þetta hingað? Dreymir þig blauta drauma um skotbardaga milli lögreglu og glæpahyskis? Þetta eru afleiðingar þeirrar stefnu sem þú boðar. Svíþjóð er víti til varnaðar ekki fordæmi til að elta.

Ég verð bara að spurja þig. Viltu actually ekki færri glæpa? Viltu actually ekki færri í fangelsum? Viltu actually ekki minni neyslu? Hefuru skoðað at all afleiðingar þess sem þú boðar? Geriru þér ekki grein fyrir hverskonar ríkishugmyndir þú ert að boða? Hefuru ekki fattað að það sem þú boðar ef afnám siðferðislegs réttar og lögreglukerfis? Hefuru ekki fattað að þú boðar ofsóknir á saklausa borgara? Hlustaðu á sjálfa þig aðeins.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 12:55

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Fíkniefni eru ólögleg hérlendis, öll sala þeirra meðferð og neysla er ólögleg, hafi skólayfirvöld grun um að þau séu að finna á sínu svæði ber þeim að athuga málið. Hugsanlega er hægt að lögsækja skólayfirvöld fyrir að gera ekkert í því  að uppræta sölu og meðferð fíkniefna á skólalóðum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.2.2010 kl. 13:03

22 identicon

Þannig að það má viljandi brjóta lög og siðferði ef að um er að ræða grun á lögbroti? Ef ég gruna einhvern um að leggja ólöglega má ég þá skera dekkin hans? Hverskonar lögleysu ert þú að boða. Svar þitt við lögbroti er að afnema öll hin lögin og taka upp viðbjóðslega lagahætti Írans og keyra allt landið á ofsóknum ríkisins á hendur almennra borgara.

Og eins og segir í fréttinni. Ekkert fannst. Miðað við orð skólastjóra þá var ekki einu sinni grunur um eitthvað sérstakt heldur var bara verið að tékka? Finnst þér að lögregla meigi fara reglulega heim til þín og róta í öllu húsinu bara svona til að tékka hvort að eitthvað mögulega væri ólöglegt? Án nokkurar ástæðu eða sérstaks gruns?

Var verið að rannsaka einhverja sem voru grunaðir um lögbrot? Nei. Það var verið að rannsaka alla almenna borgara í skólanum.

En já.. Eiturlyf eru ólöglega. Alveg þar til að þau verða lögleg. Og það verður að lögleiða þetta áður en skaðinn verður ennþá meiri.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 13:13

23 Smámynd: RIKKO

Góðir punktar Jón. Mér sýnist Guðrún ekki lesa commentin þín eða annara. Hún er bara búin að mynda sér skoðun og ætlar sko að standa við hana...hvernig sem að rökin eru.

RIKKO, 12.2.2010 kl. 13:42

24 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Enn fer mannvitsþverhnípið Guðrún Sæmundsdóttir af stað í sinni alkunnu snilld.

1000 nemendur voru sviptir frelsi sínu án þess að brjóta af sér, án þess að ógn við almannaheill eða allsherjarreglu væru til staðar.

Guðrún, hversvegna í ósköpunum flytur þú ekki bara til Svíþjóðar?

Kannski vegna þess að þú ert heigull? Heigull sem ekki þorir fyrir sitt litla vesæla einmana miðaldra og bitra líf að svo mikið sem ræða við fólk sem er henni ekki sammála, óttinn við eigið hugarþel er það sem stýrir þér, þú fordómafulla og hatursfulla hex.

Haraldur Davíðsson, 12.2.2010 kl. 13:50

25 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvaða vitleysa er þetta. Enginn var sviptur frelsi, húsið var opið. Það þurfti einfaldlega að gagna framhjá hundi. Ef þrautþjálfaður hundur sýnir óeðlilegan áhuga á einstaklingi er kominn upp rökstuddur grunur, það er svo einfalt. Í þessu tilfelli voru að mig minnir 2 einstaklingar í þúsundasamfélagi skólans sem uppfylltu þessi skilyrði. Það var m.ö.o. leitað á 2ur aðilum. Óþarfi að missa hland yfir því.

Páll Geir Bjarnason, 12.2.2010 kl. 17:10

26 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Já, og þó löggan taki upp á því að fangelsa fólk fyrir það eitt að hafa neytt kannabiss einhverntíma á síðustu sex vikum? Og hvað með það þó einhverjir fari saklausir í fangelsi? Og hvað með það þó þúsund manns séu sakaðir um glæp án fórnarlambs. Það er ekkert til að æsa sig yfir.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.2.2010 kl. 20:01

27 Smámynd: SeeingRed

Páll, nú skilst mér að ekkert hafi fundist á þessum einstaklingum sem hundurinn sýndi áhuga, hvers eiga þeir að gjalda að þurfa að ganga í gegnum þá niðulægingu? Að maður tali ekki um kjaftasögur og jafnvel stimpil sem þeir eru nú komnir með að ósekju, leyfi mér að efast um að viðkomandi aðilar hafi fengið tilhlýðilega afsökunarbeiðni.

SeeingRed, 13.2.2010 kl. 11:27

28 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta var einfaldlega ólögleg aðgerð....og Páll, um leið og þér er meinað að ganga út úr skólanum um þann útgang sem þú vilt ertu sviptur frelsi þínu, um leið og þú ert þvingaður til að verða viðfangsefni lögreglu, ertu sviptur frelsi þínu.Um leið og hundur er látinn skoðaþig þá geturðu ekki sagt nei takk og gengið á brott, meö þú ert sviptur frelsi þínu. Ég hélt að þú værir klárari en þetta Páll..

Afskipti lögreglu af fólki sem ekkert hefur ef sér gert er lögbrot, eru óþolandi yfirgangur, þarna var ekki um að ræða rökstuddan grun sem ástæðu fyrir aðgerðum lögreglu,ekki var um almannaheill að ræða, og ekki ógn við allsherjarreglu.

Eftir stendur að aðgerðin var ólögleg, óþörf, árangurslaus og skaðleg fyrir bæði skólann og lögreglu...

Haraldur Davíðsson, 13.2.2010 kl. 14:47

29 Smámynd: SeeingRed

Mjög góður leiðari hjá Jóni Kaldal um málið í leiðara Fréttablaðsins undir fyrirsögninni " Fíflalegar forvarnir ".

SeeingRed, 13.2.2010 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.