Sigur flokksins!

En einn stórsigur flokks í prófkjöri, innan eigin landamæra. Ég er löngu hættur að skilja öll þessi ummæli eftir prófkjör hér og þar út um allt land. Meira að segja í borg óttans, höfuðborginni, þar sem að þátttaka var dræm vann hver flokkurinn á eftir "stórsigur." Sennilegast varð nú samt stærsti sigurinn í borginni hjá VG þegar kjörstjórn játaði mistök sín og sagði af sér - þetta hefur ekki mörgum frambjóðendum dottið í hug síðustu misseri og það þrátt fyrir ítrekuð mistök, og illa meðferð á almannafé.

En allt eru þetta bara prófkjör innan flokks og sem skila litlu að svo stöddu. Gaman reyndar að sjá að á landsbyggðinni virðist vera meiri endurnýjun en raunin varð í höfuðborginni. Óánægður samt að sjá hversu illa Guðnýju Stefaníu eyjapæju gekk í prófkjörinu. En ég veit svo sem ekkert um gang mála þarna fyrir vestan.


mbl.is Fyrst og fremst sigur flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Gísli: það sem er sorglegast er hve margir hunsa prófkjörinn, þar eru einmitt tækifærin til að taka afstöðu, og hafa áhrif á málefnin, Það eru svo margir sem gagnrýna en taka svo ekki þátt í prófkjörum, eru síðan sívælandi um hve illa sé með þá farið, þeir völdu að taka ekki afstöðu, og kvarta síðan manna mest, ég vorkenni þeim ekki, þau fá alltaf það sem þau eiga skilið.

Magnús Jónsson, 14.2.2010 kl. 01:03

2 identicon

Athugið...hversvegna ekki að taka þátt í ÖLLUM prófkjörum?

Ég skora á alla sem geta vetlingi valdið, að taka þátt í öllum prófkjörum, jafnvel ef þess þarf að skrá sig í einhvern flokk.

einhver (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 01:55

3 identicon

Kjósendur eiga að fá að velja sitt fólk í kjörklefanum á kosningadag. Þá getur þú valið þína frambjóðendur á þeim lista sem þú kýst. Sleppa þessum prófkjörum þar sem er smalað hægri vinstri, og allir vinna stórsigur.

Hafþór (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 01:58

4 identicon

...það gæti orðið okkar persónukosning..:)

einhver (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 01:59

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Hafþór-Einhver: við hvað eruð þið hræddir , prófkjör er ekkert annað en afstaða til einstaklinga, eigið þið í einhverjum vandamálum með það, sko til að mynda þá er það að vera sjálfstæðismaður, að treista einstaklingnum til að skapa  betra þjófélag, að vera vinstri grænn er að treista ríkisvaldinu fyrir því að gera berta þjóðféla, hinar stjórnmálaskoðanirnar eru bara þvæla þarna á milli, allt sníst þetta samtv um einstaklinga og þeir eru valdir í prófkjörum flokkana, og hvergi annarstaðar, þerra er það strjórnkerfi sem er takið þát og skapið betra Ísland. 

Magnús Jónsson, 14.2.2010 kl. 02:10

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Personukjör á kjördag er það sem að mér hugnast. Ég vil t.d. í mínu kjörddæmi geta valið þá 7 fulltrúa sem að ég hef mesta trú á óháð, flokki og stöðu. Ég held að fólk í bæjarfélöguinum hafi sína skoðun á fólki og það þvert á flokkslínur. Ég sé fyrir mér að ég geti t.d. boðið mig fram og nafnið mitt fari á kjörseðilinn og fólk því mergt við mig ef því hugnast svo. Án þess að ég sé bundinn á einhvern flokk. Magnús minn þú ert á villigötum að mínu mati. Í sveitarstjórnarkosningum snúast hlutirnir um hæfileika fólks ekki eitthvert flokkablaður  það er mín skoðun - hinn tíminn er liðinn. ég hef talað við rúmlega 50 manns úr öllum flokkum hér í Eyjum yfir 90% vilja personukjör á kjördag. Framkvæmdina þarf svo bara að útfæra.

Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2010 kl. 12:21

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Einhver. Ég tók t.d. þátt í þremur prófkjörum fyrir síðustu alþingiskosningar, hjá þremur flokkum!!!

Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2010 kl. 12:28

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Gísli: Það sem ég var að meina er að svona er kerfið í dag, ekki það besta eða það versta, en ef men ætla að breyta hlutunum þá þarf það að gerast innanfrá, að öðru leiti lítist mér ekkert ylla á að geta valið á milli einstaklinga úr af öllum listum, rætt hefur verið um einmennings kjördæmi sem eina leið, en ekki í neinni alvöru en sem komið er, eins og þú nefnir þá hafa sumir flokkana boðið upp á opin prófkjör, það gæti verið ein leið til að hvetja landsmen til þátttöku. 

Magnús Jónsson, 14.2.2010 kl. 14:46

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Magnús þessu hefur ekki en verið breytt, en verður vonandi síðar. Það er rétt hjá þér maður tekur þátt í þessum prófkjörum til að reyna að hafa áhrif

Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2010 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband