HM-verðmiðinn

Hinn ágæti spilari Steven Pienaar mun ekki verða hreifður fyrr en eftir HM í hans heimalandi Suður-Afríku. Spili piltur vel hækkar verðmiðinn. Nái hann ekki að spila vel úr sínum spilum, verður hann ekki alveg eins eftirsóttur og gæti því alveg eins verið bara áfram hjá Everton í nokkur ár. Sama á við um marga leikmenn í viðbót. Marga þeirra dreymir um að HM í sumar verði þeirra stökkpallur í öflugra lið. Leikmenn Evrópuþjóða eru flestir nokkuð vel í sveit settir, sem og þeir bestu úr Suður-Ameríku en þeir minni þar sem og leikmenn frá öðrum þjóðum gætu hafist á flug og landað góðum samningum hjá nýju liði.
mbl.is Pienaar er eftirsóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þú verður að gera þér grein fyrir því að hann á bara eitt ár eftir af sínum samning, þannig að Everton gætu neyðst til að selja hann á broti af því sem að hann er metinn á skrifi hann ekki undir nýjan samning við þá!

steini (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Geri mér fyllilega grein fyrir því. Þeir gætu líka sleppt því að selja hann og látið samning hans bara renna út eins gæfulegt og það gæti orðið.

Gísli Foster Hjartarson, 17.2.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband