4 menn á sviði

Þokkalegasta innkoma hjá U2 á síðasta ári og þarna er bara verið að tala um tekjur í Bandaríkjunum. Sala hjá þeim í USA gaf meira heldur en reiknað er með að loðnuvertíðin gefi í tekjur á Íslandi. Evróputúrinn er t.d. ekki inni í þessu en þar var uppselt á nánast alla tónleikana. Bara innkoman af aðgöngumiðum á tvenna tónleika í London var nokkuð yfir 2 milljarða. Þetta sýnir hverslags rugltölur eru í gangi þarna.  Svo er ný plata í júní og áframhaldandi tónleikaferðalag framundan og áframhaldandi innkoma. Nú þegar er orðið uppselt á 11 af 20 tónleikum í Evrópu ísumar þ.e.a.s. sem farið hafa í sölu en 2 tónleikar eru ekki komnir í sölu enn. Í Bandaríkjunum er þegar uppselt á 5 af 15 tónleikum. Allir fara þessir tonleikar fram á leikvöngum sem taka allt að 90 þús manns plús. Þannig að þetta eru sennilegast rúmlega 3 milljónir miða í heildina.
mbl.is U2 hagnaðist mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband