Athyglisverður fír

Í greininni segir m.a.:

Bjarni benti á að Ísland ætti betri möguleika á því að vinna sig úr kreppunni en önnur lönd.  Hann sagði að menntunarstig þjóðarinnar væri hátt og sjálfsbjargarviðleitnin væri mikil

Menntunarstigið hátt og sjálfsbjargarviðleitnin mikil - samt fór allt eins og það fór!!! Sjálfsbjargarviðleitnin er slík hjá sumum að þeir sem eru heiðarlegir þurfa að taka aukasnúning á sig og fjölskyldur sínar sennilegast langt fram í næsta ættlið. Meðal annars til að greiða upp skuldahala eftir lið eins og fjölskyldu Bjarna en þar er menntunarstigið hátt og sjálfsbjargarvileitnin yfirhöfuð mjög góð!!! 

Að öðru leyti er ég sáttur við framgöngu formannsins þarna.


mbl.is Bendir á sóknarfæri Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Flutti ávarp á fundi flokks sem enginn vill vinna með í Noregi, sökum hægriöfgastefnu hans.

Þarna er sjálfstæðisflokkurinn með systurflokki sínum, og afhjúpaðist það endanlega hér það sem mig hefur lengi grunað.

Hamarinn, 20.3.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gísli Foster. Sammála þér. Bjarni ætti að einbeita sér að einhverju uppbyggilegu eins og þarna, en ekki vera með skítkast og vantrausts-yfirlýsingar á aðra flokka en sinn. Hann telur sig nú líklega vera meðal jafningja með "det Norske Fremskritts-partiet?"

Það fer honum best að hafa sig hægan í slíkum vantrausts-yfirlýsingum sem hann hefur engann veginn efni á með allt sitt óhreina mjöl í ættar-pokahorninu! Hann hlýtur að skilja það, svona vel menntaður og skynsamur maðurinn? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2010 kl. 14:22

3 Smámynd: Hamarinn

HAAAALLLLÓÓ   Bjarni Big Ben skynsamur? Síðan hvenær? HA ha ha ha ha ah

Hamarinn, 20.3.2010 kl. 14:36

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins gott fyrir Bjarna að við séum hámenntuð til að geta aðstoðað hann og hans líka út úr kreppunni.

Finnur Bárðarson, 20.3.2010 kl. 15:15

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Athyglisverður punktur á blogginu hjá þér Kristján. Eru menn að fara of langt til hægri? að taka menn bara hvert tækifæri til að blása og góður punktur um allt sem hér gat gerst þrátt fyrir þetta endalausa tal um menntin. Málið er að þjóðin var rekin áftam að siðlausum græðgisgíklum og það vel menntuðum og það er en verið að afhenda þessu fólki lykla þrátt fyrir fyrri afglöp

Gísli Foster Hjartarson, 20.3.2010 kl. 22:38

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

 

Hér var Bjarni tala máli okkar Íslendinga - kynna okkar sjónarmið - leita eftir samstöðu og samvinnu.

Það hefði farið betur á því að þessi volaða stjórn sem hér húkir hefði haft manndóm í sér til þess að gera það líka.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.3.2010 kl. 11:16

8 Smámynd: Hamarinn

Bjarni að tala máli íslendinga?

Er ekki í lagi með þig Ólafur? Hann er að þyrla upp moldviðri til að beina augum almennings frá skítverkum hans sjálfs. Þessi maður er þvílíkur skíthæll að annað eins hefur ekki sést. Hann er góður samnefnari fyrir sjálfstæðismenn. Enda er stefna þeirra þannig að þeir hugsa aðeins um eigið rassgat. Það á að banna þetta fyrirbæri með lögum.

Hamarinn, 21.3.2010 kl. 11:44

9 identicon

Fínasta mál að menn tali saman. Af hverju var ekki sagt frá því að Helgi Hjörvar var þarna á vegum Samfylkingarinnar. Heyrði líka að Framsókn var með kynningu á fundinum.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 18:38

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég er ekki vanur því að svara málsóðum sem hafa ekki manndóm til þess að tjá sig undir nafni.

Lýsingin sem þú gefur á Bjarna held ég að eigi frekar við um þig en hann.

Mín von er sú að Bjarni - sem virðist hafa yfirburðarsýn yfir aðstæður í þjóðfélaginu og fær um að setja þær í samhengi -

Hvet ég þig - HAMARINN til þess að hafa máltæki eitt í huga - -- Það er betra að þeygja og vera talinn heimskur en að tala og taka af allan vafa - og annað - Ræðan er silfur en þögnin er gull  --- í þínu tilviki er mikið af demöntum í þögninni en sori í ræðunni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 21.3.2010 kl. 19:30

11 Smámynd: Hamarinn

Ólafur blindi.

Eigum við að ræða um einhverja vafninga? Sjóvá eða eitthvað annað.

Opnaðu augun maður, hver treystir manni sem er á kafi í spillingunni.

Hamarinn, 21.3.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband