Glufur og smugur

Elsku besti Ömmi minn. Ég er alveg hjartanlega sammála þér varðandi þessar glufur og smugur hér og þar. Það á eins við um þessar auglýsingar og svo margt, margt annað. Glufur í skattkerfinu, kvótakerfinu, í heilbrigðiskerfinu já bara nánast hvar sem er á Íslandi. Sé glufa þá reyna menn að nota hana og það til hins ýtrasta.

Varðandi RÚV væri best að banna bara auglýsingar á RÚV heilt yfir og taka þá alfarið afauglýsingamarkaðnum, veit ekki hverskonar hljóð myndu heyrast frá þér þá. Ég personulega vill hafa öflugt Ríkissjónvarp, en hollast er að það sjáist ekki á auglýsingamarkaði.

Þessar glufur varðandi áfengisauglýsingarnar eru athyglisverðar og það skondna er að fólk glottir með sjálfu sér þegar það sér hvernig glufurnar eru fullnýttar til að auglýsa það sem ekki má. Skil ekki alveg hvað mönnum gekk til þegar lögin voru samþykkt á sínum tíma. Menn hljóta að hafa leitt hugann að þessari glufu. Málið er að annaðhvort leyfa þetta eða banna alfarið.

Það er kannski spurning í sambandi við öll þau boð og bönn sem nú er verið að leggja á landsmenn að snúa kannski blaðinu við þarna og leyfa bara áfengis auglýsingar án takmarkana!!!

 


mbl.is Ögmundur segir RÚV brjóta áfengislög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú með ómerkilegustu glufum á íslandi í dag, eiginlega skömm að vera að benda á þessa vesælu glufu... eða að banna nektardans og hitt og þetta.

DoctorE (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:37

2 Smámynd: Unnar

Þetta er kannski ekki forgangsatriði, en það á bara ekki að vera leyfilegt að auglýsa fíkniefni. En þetta með nektardansinn er auðvitað alveg fráleitt. Afhverju komst það mál að á undan öllum hinum. Það skil ég ekki.

Unnar, 24.3.2010 kl. 14:02

3 identicon

Gísli það er nú frekar líklegt að þessi blog-síða þín verði bönnuð þar sem augljós tilvísun í FOSTERS bjór birtist í nafni þínu!  Það styttist í það að Ísland verði litla Svíþjóð... ÞAR SEM ALLT ER BANNAÐ, NEMA ÞAÐ SÉ SÉRSTAKLEGA LEYFT.

Valgeir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:11

4 identicon

Hvernig yrði mönnum við ef í sjónvarpi birtust tyggjóauglýsingar - þar sem tyggjóið væri í laginu eins og vindlingar og héti "Winxton" eða "Cammel" - tjöru- og nikótínlaust? "Nei, nei - við erum bara að auglýsa tyggjó!" Yrði það látið viðgangast?

Þórarinn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:23

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nei valgeir svo augljós er tengingin ekki. Tilvitnunin í nafið Foster kemur frá knattspyrnukappanum Steve Foster en bjórinn heitir Foster's - vona því að ég sleppi

Gísli Foster Hjartarson, 24.3.2010 kl. 14:24

6 identicon

Það er nokkuð ljóst að Liverpool búningar verða bannaðir hér á landi og væntanlega bannað sýna leiki með því félagi vegna þess að það stendur Carlsberg framan á búningum þeirra

Hafsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:35

7 identicon

ES Sammála varðandi það að taka RÚV af auglýsingamarkaði, a.m.k. sjónvarpið. Mín vegna mættu áfram vera lesnar tilkynningar í útvarpi, líkt og var hér áður fyrr.

Það væri líka forvitnilegt að fá upplýsingar um raunverulegar nettótekjur RÚV af auglýsingum og í hvað þær tekjur fara. Þ.e.a.s. í hvað tekjur af auglýsingum sem seljast í auglýsingahólf afþreyingarþátta sem eru dýrir í innkaupum fara. Hvort þær fara fyrst og fremst í að kaupa inn þessa dýru þætti eða hvort einhver afgangur er til að verja til menningarlegri dagskrár.

Það er ekki nóg að veltan af auglýsingasölu sé mikil, hún þarf að skila einhverju öðru á skjáinn en afþreyingu (og óendanlegum og sífellt ágengari auglýsingum).

Þórarinn (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:36

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek heilshugar undir með þér Þórarinn! jafnvel með að RÚV hafi lesnar tilkynningar

Gísli Foster Hjartarson, 24.3.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.