Aukna ráðherraábyrgð

Held að þetta fólk ætti að taka sig til að sjá til þess að sett sjá á 8 ára ráðherraábyrgð, svo ekki þurfi að vera að velkjast í vöfum um svona mál. Ekkert hik - bara semja og leggja fram fyrir þingið til samþykktar.

Með því leggja svona tillögu fram, og gera svo að lögum þá sýnir fólk að það hefur aðeins þroskast og sýnir að það er að hugsa til framtíðar. Hugsum líka til þeirra sem munu erfa landið. Það geta komið aftur þeir tímar að hér komi upp slík vitleysa í samfélaginu og gengið hefur nú yfir okkur. Verum betur undir það búin, að öllu leyti.


mbl.is Ákvæði um ráðherraábyrgð duga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það væri nú eftir öllu að Björgvin G. sem að við "grín" afsögn sína í gær, kallaði eftir Landsdómi, myndi sleppa við dóm, þar sem að þessir ráðherrar sem að voru ekki úrskurðaðir ábyrgir,  af tæknilegum ástæðum, héldu honum að miklu leyti utan við atburðarrásina.

Það er í rauninni með ólíkindum að ráðherrar, séu úrskurðaðir ábyrgir á grundvelli verklýsingar síns embættis, en ekki af gjörðum þeirra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já þessi skilgreining á störfum Íngibjargar Sólrúnar er mjö sérstök. Eflaust samkvæmt bókinni, því hún var að skipta sér af hlutum sem að "henni komu ekki við". Það hefði átt að draga hana inn í hringiðuna miðað við hvar hún sat þegar málin voru rædd. Tala nú ekki um miðað við Björgvin G,sem á ekki inni klapp frá mér enn. Björgvin á eins og t.d.Þorgerður Katrín að sjá sóma sinn í að segja af sér þingmennsku.

Gísli Foster Hjartarson, 13.4.2010 kl. 18:59

3 identicon

Tikkar þú ekki á öllum stimplum Foster?...öll stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er gjörspillt og vanhæft fólk.

itg (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:30

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

itg og hvað heldurðu að mikið af þessu fólki víki? verður ekki bara að fara fram önnur mótmælaalda við alþingishúsið til þess að þetta fólk skilji eitthvað.

Gísli Foster Hjartarson, 13.4.2010 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband