17.5.2010 | 21:29
Sáttur
Þetta get ég alveg sætt mig við fyrst að dómaranum var svona í nöp við Yngva að hann varð að reka hann af velli!!!! Valsmenn verða ekki auðsigraðir á Vodafonevellinum í sumar, ekki frekar en við á heimavelli, og því er fínt að ná í stig þarna. Eftir það sem á hafði gengið í leiknum er þetta sennilega frekar eitt stig unnið en 2 stig töpuð - þó vissulega hafi 2 stig tapast.
ÍBV liðið ekkert á heimleið, það mun dvelja áfram á fastalandinu og leika við fimleikafélagið á fimmtudaginn og svo við Haukamenn á Vodafonevellinum eftir næstu helgi.
Takk til þeirra fjölmörgu Eyjaskeggja sem mættu á völlinn í kvöld - það hjálpar að eiga öflugt bakland.
Fer núna rólegur á koddann. Áfram ÍBV altaf allstaðar
![]() |
Tíu Eyjamenn hirtu stig á Hlíðarenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Dómaranum þarf nú ekki að vera illa við manninn þó hann sendi hann útaf fyrir að verja boltan með hendi á línunni. Maðurinn er ekki í markmannsbúning og þar með segja reglurnar að þetta sé rautt spjald, engin spurning.
Gísli Ólafsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 22:00
Flott hjá þínum mönnum Gísli
Friðrik Friðriksson, 17.5.2010 kl. 22:06
Mönnum ber ekki saman um hvort að hendi hafi verið notuð við þetta tækifæri er um ræðir. EN þetta var nú samt meira sett fram í gríni en hitt
Gísli Foster Hjartarson, 17.5.2010 kl. 22:07
Takk fyrir það Friðrik - altaf gott að hafa náð í stig og að hafa skorað það tók okkur nokkra leiki í fyrra að komast á þetta flug
Gísli Foster Hjartarson, 17.5.2010 kl. 22:09
Ætla vona að Eyjamenn gangi sem allra best í sumar enda tími til kominn
Friðrik Friðriksson, 17.5.2010 kl. 22:21
Gott hjá þínum mönnum en enn betra hjá mínum. Halda hreinu 2. leikinn í röð sem ekki hefur gerst svo elstu menn muni. Fullt hús stiga eftir 2 umferðir er harla gott, en mikið eftir enn og Fylkismenn með firnasterkt lið eru næstir. Spurning hvort heimavöllurinn verður erfiðari hjá okkur en útivöllurinn, unnum ekki leik á útivelli í fyrra en búnir að vinna þá báða núna.
Gísli Sigurðsson, 17.5.2010 kl. 23:21
Já það er kraftur í Keflvíkingum í upphafi móts, sé reyndar enga ástæðu afhverju það ætti að breytast. Hef þá trú að félagi Jóhann Birnir eigi eftir að reynast liðinu rosalega vel í sumar, góður leikmaður. Kannski kominn tími á að dollan fari suður með sjó
Gísli Foster Hjartarson, 18.5.2010 kl. 07:04
Þó að ég sé Valsari, þá fannst mér í það minnsta eins og ég sá þetta í sjónvarpinu, ekki vera eins og Eyjamaðurinn, hafi eitthvað verið að reyna að verja með hendi. Boltinn fór meira í hendina, en höndin í boltann. Mér fannst það líka athyglisvert hvað dómarinn var fljótur með spjaldið upp. Hann hefur þurft að hlaupa einhverja metra að vítapunktinum og þetta leit út eins og að hann hafi flautað, tekið upp spjaldið og dæmt svo víti..
Klassadómari hefði væntanlega, flautað dæmt víti. Kallað til sín manninn og spjaldað svo eftir nokkra sekundna umhugsunnarfrest, því leikmaðurinn sýndi í rauninni enga markmannstilburð.
Kristinn Karl Brynjarsson, 18.5.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.