Í kartöflugarðinum heima!

Hingað í prentsmiðjuna koma margir smáfuglar, fæstir þó í boði AMX,  og benda manni á að lesa þetta og hitt. Einn kom síðasta laugadagsmorgun og benti mér á þessa samþykkt úr Ráðhúsinu.

3. 201004046 - Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.

Bréf frá SASS dags.8. apríl s.l.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að tilnefna í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga.  Landfræðileg sérstaða Vestmannaeyja er slík að bæjarráð fær ekki séð að ástæða sé til að leggja tíma og kostnað í úttekt á slíkum kostum

-------

Rosalega er ég ósáttur við þessa niðurstöðu og finnst hún í þversögn við það sem forráðamenn bæjarins hafa verið að fagna. Það er að segja betra aðgengi að fastalandinu með bættum samgöngum og að Eyjamenn geti farið í útrás og orðið fyrir innrás.  Ég veit ekki kannski er þetta bara allt breytt og nú sjá menn fyrir sér útrás en vilja ekki vinna men neinum ef sú staða kemur upp. Voru ekki menn hér í bæ að tala um að þetta yrði bara eitt vinnusvæði? Samtenging skóla jafnvel og fleira.

Mér þykja þetta aum skilaboð sem bæjaryfirvöld senda þarna. Þau kæra sig greinilega ekkert um að ræða hugsanleg sameiningar eða samlegðaráhrif sem sameining sveitarfélaga getur haft á byggðarlagið , hvort heldur þau verða neikvæð eða jákvæð. Það er engin kominn til með að segja að við verðum „eyland“ til eilífðar.

Er því ekki rétt að taka þátt?

Mér finnst þetta svolítið í takt við það þegar „talsmaður“ Eyjamanna hefur verið að belgja sig eins og hani og fer á flug í viðtölum og dásamar hér allt í hástert og lætur líta út eins og við séum eitthvað merkilegri en aðrir. Hér drýpur smjör af hverju strái að hans sögn og ég veit ekki hvað, daginn eftir er hann jafnvel alveg brjál af því að við fáum ekki alla ölmusustyrki sem í boði eru eins og áður. – ég á erfitt með að átta mig á svona, eiga hinir ríku að fá ölmusustyrkina?

Ég hef lent á löngu spjalli við fólk héðan og þaðan sem spyr hverslags peyji þessi maður sé eiginlega. – Því verður hver og einn að svara fyrir sig, rétt eins og gagnvart mér eða einhverjum öðrum – en þessu fólk finnst oft eins og einhver hafi verið að reyna að tala til þess að ofan.

Hann hefur meira að segja farið á flug og úthrópað ágæta menn héðan úr Eyjum sem fyrrverandi Eyjamenn útaf starfa er þeim hefur verið falinn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, en „talsmanninum“ greinilega ekki þóknanlegt. En það stóð ekki á því að tilnefna vin sinn, brottfluttann,  í nefnd á vegum bæjarins – hann er þá ekki fyrrverandi Eyjamaður og starfinn þá væntanlega þóknanlegur – æi er þetta ekki pínu hræsni? Það góða er að allt eru þetta fyrirmyndar peyjar sem aldrei hafa, eða munu, vilja Eyjunum annað en gott, það er ég viss um. Þeir hafa meira að segja borið Eyjunum jákvætt orð um víðan völl án þess að þurfa þess neitt sérstaklega, já og það óumbeðnir.

Hvernig var með moldviðrið gagnvart samgönguráðherra t.d.. Heldur fólk að þetta hafi verið bæjarfélaginu til tekna?

Eru þetta skilaboðin sem að við viljum að berist héðan úr Eyjum?

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst við ekkert merkilegri en það fólk sem t.d. stendur nú í stafni og berst fyrir lífsviðurværi sínu undir Eyjafjöllunum eða það fólk sem misst hefur vinnuna í harðærinu síðustu misseri. Í huga mínum, og margra annarra, erum við bara venjulegir Íslendingar sem höfum hingað til haft á okkur orð um dugnað, léttleika og vinarþel en ekki hroka eða truntuskap. Ég persónulega hef alltaf talið að umburðarlyndi, kærleikur og virðing sé það sem að maður á að sýna náunganum – það skilar sér til baka á endanum.

Ég veit ekki með ykkur en ég verð fljótt þreyttur á gaspri, góli og sjálfshóli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

46% FALL

KRÓNAN FELLUR ROSALEGA!!  

ISK (ÍSLENSKA KRÓNAN) FELLUR UM 46% Í DAG !!

http://www.xe.com/currencycharts/?from=ISK&to=USD&view=1W

46% FALL KRÓNUNNAR Í DAG ER STADREYND SJÁ: http://www.xe.com/currencycharts/?from=ISK&to=USD&view=1W

FYRSTUR MED FRÉTTIRNAR (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:28

2 identicon

Ég er SSVVOOOOO!! sammála þér Gilli, með bara allt í pistlinum. Sumir verða bara að vita hvenær á að halda sig til hlés! Eða bara tala minna.

Bryndís Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:41

3 identicon

Snilld frændi.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 18:49

4 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Ég held að þú vitir vel að ég er sammála þér þarna.

Þetta er alveg í takt við það að á sama tíma og við tókum þátt í Glópaleseringunni og fórum í útrás þá erum við á móti að aðrar þjóðir komi til Íslands til að fjárfesta.... Það er hræsni sem svipar mjög til þessa.

Stefán Þór Steindórsson, 27.5.2010 kl. 20:02

5 Smámynd: Jarl Sigurgeirsson

Blessaður Gilli.  Ég get nú ekki sagt að við séum sammála í þessu.

Ég fagna þessari ákvörðun bæjarráðs. Ég vill mun frekar að fjármunir okkar og tími fari í vinnu sem gagnast okkur heldur en að vera púkkandi undir rassinn á liði sem situr í nefndum sem eru jafnvel með öllu óþarfar. Þó svo þarna sé tekið fyrir að eyða fjármunum og tíma í nefndarsetu í þessari nefnd er ekki þar með sagt að Vestmannaeyjabær hafi lokað fyrir öll samskipti við nágrannasveitafélög sín og möguleika á samvinnu. Þetta eru nú bara útúrsnúningar að hætti Gilla Foster eins og honum er lagið.  Þessi nefnd á að fjalla um sameiningu sveitarfélaga og það er langt frá því að vera nokkuð á dagskrá hjá okkur á næstunni.

Að finna síðan að því að "talsmaður" okkar vinni vinnuna sína svo tekið sé eftir. Að fjargviðrast yfir því að hann tali vel um bæinn sinn og vinni að öllum kröftum að því að við fáum þær greiðslur inn í bæjarfélagið sem ríkinu ber að greiða er síðan málflutningur með ólíkindum og gera síðan að því skóna að verið sé að upphefja okkur yfir nágranna okkar sem mátt hafa þola ótrúlegar hamfarir í kjölfar goss í Eyjafjallajökli.  Þarna hefur minn góði félagi Gilli farið margar mílur fram úr sér í bloggbullinu sínu.

Ég segi stoltur frá því hvar sem er að ég sé Vestmannaeyingur. Ég er ekki að upphefja mig neitt við það, er bara mjög stoltur af mínu bæjarfélagi og er ánægður með það hvernig því hefur verið stjórnað. Ef það er eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir og hlaupa með í felur þá verða menn að eiga þær hugsanir við sig sjálfir. 

Ég vill áfram hafa talsmann sem vinnur vinnuna sína, talar vel um bæinn sinn og getur stoltur lagt verk sín á borð hvar sem er. Á landinu öllu er litið til Eyja og talað um að þar sé verið að gera góða hluti. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að skammast mín nokkuð fyrir það eða halda því leyndu á nokkurn hátt. Ef ríkið ætlar síðan að nota þá umræðu til þess að skera niður umsamin og lögbundin útgjöld frá ríki til bæja, þá vill ég hafa mann sem tekur á þeim málum fyrir hönd okkar.Ég vill líka hafa mann sem lætur ekki ráðherra vaða yfir bæjarfélagið á skítugum skónum og er óhræddur við að mæta þeim háu herrum þegar á þarf að halda.

Það sem þú finnur að "talsmanni" Vestmannaeyjabæjar er einmitt það sem sá maður á að vera að gera. Þarna er í raun verið að kvarta yfir því að starfsmaður bæjarins vinni of vel vinnuna sína. Mér líkar bara vel við að Vestmannaeyjabær hafi starfsfólk sem vinnur vinnuna sína þannig að tekið sé eftir.

Kv. Jarl.

Jarl Sigurgeirsson, 28.5.2010 kl. 01:24

6 identicon

Mér þykir það ekki stórmannlegt af þér að tala um að þú viljir dugnað, léttleika og vinarþel en ekki hroka eða truntuskap, þegar allir vita hvern þú ert að tala um, en þú ert samt ekki hugaðir en svo að þú þorir ekki að nefna hann á nafn.

Mér finnst það hvorki bera vott um léttleika né vinarþel, sem ég veit að þú samt hefur nóg af.

Helgi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 01:27

7 identicon

Grátkórinn mættur á svæðið, sendið út vælubílinn

Sigurður Oddur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 05:49

8 identicon

Vá, ég hef alveg misskilið "talsmann" eyjanna, ég hélt einmitt að hann ætti að standa vörð um paradísareyjuna, hvort sem verið væri að reyna draga úr samgöngum eða styrkjum til okkar, höfundur greinarinnar finnst greinilega t.d betra að hann hefði tekið tillögum samgönguráðherra þegjandi og hljóðlaust, held að það geti fáir sagt að elliði (sá sem höfundur greinarinnar er of mikil gunga til að nefna á nafn)hafi ekki staðið mikinn og góðan vörð um eyjuna, breyting vestmannaeyja frá því hann kom til starfanna og fólksins sem fylgdi honum hefur gjörbrytt öllu hérna frá því niðurníslustarfsemi lúlla bergvins og kó var sem hæst, annars var búið að ræða um í eyjum hvað kosningarbaráttan væri prúðmannleg í ár, ég tek það til baka, þú ert að færa þetta niður í á skítugra plan.

Helgi (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 09:33

9 identicon

Vó sendið út tvo vælubíla.  

Sigurður Oddur (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 10:42

10 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jarl - Við sjáum þetta greinilega ekki alveg sömu augum. þú villt gera þetta með upphrópunum en ég ekki -

Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að sitja við þetta sameiningarborð frá upphafi, þannig geta menn haft meiri áhrif á umræðuna.

Sé að þú kemur ekki inn á úthrópanir um Eyjamennina sem að þú tókst undir á Facebook á sínum tíma, en það er svo sem þín skoðun en mikið er ég ósammála henni þar eru t.d. tveir menn sama hafa borið orðspor Eyjamanna um víðan völl hnökkralaust og sennilega víðar en okkur verður nokkurn tíma fært. Veit það að þessum mönnum fannst ansi ómaklega að sér vegið, og það réttilega að mínu mati, og gjörsamlega að ástæðulausu.


Menn vinna vinnuna sína á ýmsan hátt, sittsýnist hverjum um aðferðirnar sem beitt er.

Helgi 1 (trúi því ekki að hinn Helginn sé sami maður vegna orðalags og villna - nema að það hafi fokið í Helga) - Ef allir vita um hvern verið er að tala þarf þá að nafngreina hann? En þú veist jafnvel og ég að hann heitir Elliði

Helgi 2 Maður getur varið hluti sína á annan hátt en með upp og úthrópunum það held ég að við vitum báðir.

Ég var svo sem búinn að blogga áður um þetta gagnvart samgönguráðherra, þeir geta fundið það sem vilja.

Að koma fram segja sína skoðun undir fullu nafni, en vera ekki endilega sammála einhverjum hópi fólks er maður þá að draga eitthvað niður á lægra plan? Eru menn að reyna að segja að þetta kjörtímabil hafi bara allt verið í róleg heitum og ekki gengið á neinu og allt verið í vellukkans standi allan tíman? Bara logn á miðunum.

Sagði hvergi hér að viðkomandi væri fíf, aumingi drullusokkur eða eitthvað þaðan af verra - það er einfaldlega að ég er ekki sammála honum í ýmsum málum (já og öðrum).

En ég get líka minnst á að hann, talsmaðurinn (bæjarstjórinn)  fékk mig til að taka sæti í nefndinni um Eldheima - frétti það svo reyndar síðar að ég væri fulltrúi V-listans. Ég sem gaf mig í þetta sem Gilli Hjartar en ekki sem fulltrúi einhvers flokks og er reyndar ekki skráður í V-listann en er skráður í Sjálfstæðisflokkinn, kannski breytist það einhvern daginnef að maður má ekki hafa sínar skoðanir án þess að vera talinn niðurrifsseggur?

Gísli Foster Hjartarson, 28.5.2010 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband