Alkul í Frostaskjólinu!!

Ég sem var að segja hvað mér fannst KR-liðið öflugt hérna í Eyjum  um daginn og til alls líklegt. Svo er það bara skotið svona niður í næsta leik. 5 deildarleikir og enginn sigur hjá Vesturbæjarpiltum! Hvernig má það vera að lið sem kostar sennilega vel á annað hundrað milljónir að reka er ekki en komið með sigur í deildinni? Ég heyrði reyndar á laugardagskvöld orðróm um að það væri skjálfti í Frostaskjólinu en blés á það þar sem að mér fannst þeir spila vel hér í Eyjum lengstum og líklegri til frekari afreka í næstu leikjum - ja hérna hér hvað maður hefur lítið vit á þessu. Ég ætla svo sem ekkert að fara að hafa áhyggjur af KR-liðinu því ég held með ÍBV en velti því fyrir mér hvað sé eiginlega að þarna. Miðað við gengið hingað til þá virðist ekki vera nóga að vera með næstum sérstakan þjálfara á hverja 2 leikmenn og 2 góða leikmenn í hverri stöðu, þetta smellur samt ekki.

Reyndar kom til mín maður í dag og sagði af hverju eru menn svona hissa á gengi KR? Jú það eru góðir leikmenn þarna en flestir þeirra hafa aldrei unnið neitt!!! (hef nú svo sem ekkert lagst yfir þessa kenningu en fannst hún áhugaverð.)

Gleðst aftur á móti fyrir hönd Jeffsy vinar míns hjá Val - hann fer kannski að verða viðræðuhæfur eftir 2 sigurleiki! best að láta reyna á það á morgun.

En nú eru það Andri, Hjörvar og Hjörtur


mbl.is Sigurganga Vals heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma 4-0 sigur Stjörnunnar Gilli minn á efsta liðinu.Annars ættir þú nú að tjá þig meira um aðkeyptu leikmenn ÍBV liðsins sem eru ansi margir Gilli.Líttu þér nær áður en þú krítiserar aðra.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:15

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ragna eina liðið sem sleppur við gagnrýni útaf keyptum mönnum er Selfoss, minnir að Keflavík og Stjarnan séu næst þeim. Svona er bara veruleikinn í þessum boltaheimi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég held með mínu liði - að vanda. Aðstæður þar eru þannig núna að án aðkomu manna væri liðið ekki eins sterkt og það er í dag. Hvað veldur? En svo er það hin hliðin sem er hvort að það á að vera að ná í leikmenn að utan til að styrkja liðið - þar eru ekki allir sammála frekar en í öðru í þessu lífi. 2 af burðarásum Stjörnunnar hafa báðir spilað með ÍBV og KR t.d. vænir piltar og ég gleðst fyrir þeirra hönd. Annar kunningi okkar spilaðr í vörninni hjá Keflavík sá er nú aldeilis ekki saklaus af fyrstu 2 mörkunum er Stjarnan skoraði í gær. Samt er það bara þannig að það kætir flesta þegar stóru liðinum fatast flugið, það á við gagnvart KR rétt eins og með önnur lið - en mótinu er langt frá því að vera lokið. KR á en 51 stig í pottinum

Gísli Foster Hjartarson, 8.6.2010 kl. 08:26

3 Smámynd: Sigursveinn

Skil ekki alveg þessa athugasemd þína Ragna.  Er ekki sonur þinn "aðkeyptur" í Garðabænum? Öll lið þurfa að styrkja sig með leikmönnum annarsstaðar frá ef það er metnaður til að gera vel.  Garðbæingar náðu í sterkan leikmann í Atla sem styrkir þá mikið.  Þeir voru örugglega ekkert að spá í að hann er úr Eyjum. (Nema sem kost, auðvitað :-)

Sigursveinn , 8.6.2010 kl. 10:25

4 identicon

Ég er ekki á móti því að styrkja liðið með leikmönnum sem eru BETRI en þeir sem fyrir eru. Núna eru allavega 2 af þessum BETRI leikmönnum ÍBV að fara frá þeim og hvað gera menn þá?Henta ruslinu inná sem lítið hafa fengið að spreyta sig,eða kaupa nýja menn?Ætli að það verði ekki ofaná að allt verði sett í fluggír til að ná í fleiri.Ég kætist ekkert yfir þessum endlausu leikmannakaupum og finnst allt of lítið gert hér til að reyna að gera leikmenn betri.Í það þarf fé sem er ekki til vegna þess að sífellt er verið að henda aurum í aðkomumenn,íbúðir fyrir þá,uppihald og annað slíkt.Ég hef alveg örugglega ekki mikla þekkingu á knattspyrnu eftir 30 ára áhorfun og uppeldi minna,en ég get sagt þér að það er annar sem stendur mér nær sem þekkir fótbolta og hann er algjörlega sammála mér í þessu máli.Verst er að hann bloggar ekki ,þá yrðu líklega nokkrri sem fengju að heyra það.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 10:29

5 Smámynd: Sigursveinn

Ég efast um að nokkur fari af stað með það að markmiði að fá leikmenn sem eru lélegri en þeir sem fyrir eru.  Auðvitað er ætlunin að styrkja liðið sem fyrir er með þeim leikmönnum.  Við megum ekki gleyma því að það fóru 10 leikmenn frá ÍBV eftir síðasta tímabil sem spiluðu með okkur.  Við reyndum að fá "gamla" Eyjamenn til baka, það tókst í tilfelli Tryggva en ekki í öllum tilvikum.  Ég efast ekki um að þú hafir mikla þekkingu á boltanum, búin að vera í kringum fótbolta allan þennan tíma.  En það verður alltaf deilumál hversu "mikið" eða "lítið" við eigum að styrkja liðið hverju sinni. Staðreyndin er sú að við þurfum að styrkja það.  Við búum ekki við þann munað eins og mörg lið á höfuðborgarsvæðinu að fá 20-40 stráka upp úr 2.flokk á hverju ári.  Til dæmis varð KR Íslandsmeistari í 2.flokk í fyrra en ekki einn af þeim leikmönnum var með í gær.  ÍBV spilaði í C-deild í fyrra og þá notuðum við 6-7 leikmenn sem enn voru í 2.flokk í meistaraflokknum.  Þeir eru allir í meistaraflokkshópnum í ár og margir hverjir spila þar stórt hlutverk. 

Sigursveinn , 8.6.2010 kl. 10:44

6 identicon

Árið 2008 fór 20 manna frábær hópr 2 flokksdrengja í æfingaferð til Spánar. Af þeim er 12 drengir hættir,eða þeim bolað burt.Ég var að tala við farastjórann í þeirri ferð núna á dögunum og hann var að velta fyrir sér hvað hefði brugðist. Höfum við efni á því að láta þetta gerast með okkar fámennu árganga fyrst að KRingar geta ekki notað sína drengi.Hefði einmitt haldið að það þyrfti þá að rækta það sem til er..Þið vitið líka að þjálfarinn kvartaði sáran yfir að 2 flokkur var í Cdeild en leyfði samt ekki bestu mönnunum að spila nema takmarkað vegna þess að mestaraflokkur gekk fyrir.Hvernig í ósköpunum áttu þeir þá að eiga möguleika að komast upp um riðil verandi aldrei með sitt sterkasta lið?

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: Sigursveinn

2.flokkur ÍBV fór einmitt upp um deild síðasta sumar og spila í ár í B-deild.  Komust líka í undanúrslit í bikarkeppninni og slógu meðal annars út títtnefnt lið KR.

Sigursveinn , 8.6.2010 kl. 12:17

8 identicon

Einmitt Svenni enda fengu ALLIR bestu leikmennrnir að spila er það ekki.Árið þar áður var ekki svo.Ég sá leiki með þeim og leist vel á þá ,ég sá líka leiki með 2 flokki árin þar áður og gat stundum grátið yfir því að horfa á leikmenn sem voru með fasta stöðu í meistaraflokki sitjandi sem áhorfendur vegna þess að þeir áttu að spila með mflk 3-4 dögum seinna Drengir í 3 flokki fylltu stöður þeirra. Englendingarnir sem voru hér í fyrra og stóðu sig vel fengu ekki að spila alla leikina með 2 flokki en þegar að þeir voru með, þá voru þeir að vinna stóra sigra þar á meðal KR í bikarnum. Ég er ekki sátt með stefnu félagsins þessar stundirnar gagnvart leikmannakaupum hingað en það skiptir ekki nokkru máli. Þetta er stefna þeirra sem er við stjórnvölinn núna og verður svo að vera. Ég gæti sagt hér ýmislegt miður fagurt sem við höfum upplifað en kýs að gera það ekki núna.Vonandi ber ykkur gæfa til að koma liðinu sem lengst ,en munið það bara að kannski ættum við að  rækta garðinn okkar aðeins betur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 12:36

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

hvernig er þetta með ykkur þarna nágrannanna maður rétt bregður sér að vinna, óvenjumiklar annir í dag og maður missir af þessu. En takk fyrir að tjá ykkur um þetta. Eins og með svo margt annað þá horfa ekki allir á sömu hliðina á peningnnum, sem betur fer.

Gísli Foster Hjartarson, 8.6.2010 kl. 17:32

10 Smámynd: Grétar Ómarsson

Neighbours, Everybody needs good neighbours
With a little understanding
You can find the perfect blend
Neighbours...should be there for one another
That's when good neighbours become good friends
Ooh Neighbours, should be there for one another
That's when good neighbours become good friends.

En segið mér!! hvor ykkar var að panta gaddavírsrúlluna í Húsasmiðjunni

Grétar Ómarsson, 9.6.2010 kl. 00:49

11 identicon

Góður Grétar Annars erum við Svenni engir óvinir,höfum bara ólíkar skoðanir á hlutunum,ég mínar og hann sínar og það er í góðu lagi.Hann er hinn ljúfasti nágranni.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:13

12 Smámynd: Sigursveinn

Um það erum við sammála Ragna :-)  Góðir grannar á Smáragötunni.  Þó við séum ekki að öllu leyti sammála um ÍBV höfum við svipaða sýn á fótbolta sem sýnir sig best í að við höldum bæði með Liverpool.  Finnst vera samasemmerki á milli þess að hafa vit á fótbolta og halda með Liverpool

Sigursveinn , 9.6.2010 kl. 09:40

13 identicon

Það er líka gott fólk sem kann að segja frá skoðunum sínum og rökræða þær,án illinda. Annars heyrði ég Svenni að Gilli væri búin aðkaupa gaddavír til að einangra sig frá okkur Poolurunum

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:48

14 Smámynd: Sigursveinn

Gilli þarf nú lítið að hafa áhyggjur af Liverpool, alla vega í augnablikinu Spurning hvað verður í framtíðinni, sjáum við kannski Liverpool - Brighton á Anfield ??  Uss, maður má ekki vera svona svartsýnn en á meðan félaginu er haldið í gíslingu bandarísku eigendanna getur svo sem allt gerst.   Varðandi skoðanir og rökræður þá virðum við skoðanir annarra, það er enginn "rétt" leið varðandi ÍBV.  Allt má gagnrýna í þeim efnum og eins má hrósa því sem vel er gert.  Og allir hafa rétt á því að hafa skoðanir á þeim málefnum.  Það er nú það sem gerir fótboltann svo skemmtilegan að það hafa allir sína skoðun á því sem er að gerast. 

Sigursveinn , 9.6.2010 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.