Eitt athyglisvert þó - einkar athyglisvert

Það kom fyrir nokkrum sinnum í gær í leik Engalnds og USA að Enskar boltabullur yfirgnæfu þetta væl í Vuvuzela. Ég og Matt Garner sem sátum að horfa á leikinn urðumeiginlega bara hissa að menn skyldu ná að yfirgnæfa þetta væl,. Hvorugur okkar myndi þo gráta ef bann yrði sett á. Snilld að sitja að horfa á enska liðið með enska dúdda sér við hlið. Það toppar samt ekki stemmninguna sem að maður upplifði 1986 þegar ég var að vinna í Englandi og HM var í Mexíkó, það var magnað að sitja á knæpum og horfa á leikina innan um boltabullur.....og svo kom hönd Guðs!!!!!
mbl.is Vuvuzela bannað á leikjum HM?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæll og blessaður...Ekki hef ég ná að fylgjast með neinum leik ennþá....

Hvað skyldi hönd Guðs gera í mótinu:)

Hvernig voru enskir í gær??

Kveðjur til Eyja...ég varð hálfra aldra gamall á föstudag,úpps:):)

Halldór Jóhannsson, 13.6.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Til hamingju með afmælið vinur - Þú og Bono jafnaldrar, ekki amalegt það að eiga þvo vini sem að maður hefur aldrei hitt sem eru jafnaldrar - vona að þú hafir gert þér glaðan dag.

Englendingarnir voru ekki alslæmir, skelfileg markmannsmistök í markinu sem að þeir fengu á sig,en þeir spiluðu ekki vel gekk illa ða halda bolta innan liðsins. En lið Maradona spilaði glimmrandi vel og Nígeríu menn voru fínir í þeim leik líka þegar leið á, geta orðið skeinuhættir. Frakkar voru slakir gegn mínum mönnum frá Úrúgvæ, sem gerir það að verkum að ég spái við Úrúgvæar vinni sinn riðil með 7 stig!!!
Svo er það bara leikur gegn lærisveinum nágranna þíns Óla Þórðar á eftir - hlakka mikið til. Óli einn af þessum karakterums em að e´g hef gaman af í þessu.

Eigðu góðar stundir vinur

Gísli Foster Hjartarson, 13.6.2010 kl. 13:37

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þakka þér vinur,gott að eiga líka óséða vini:)

Gerði glaðann dag um kvöldið,en ekkert Koníak enda botnlaus vinna sem maður verður bara að þakka fyrir í dag:)

Ég hitti Óla á föstudaginn,sá talaði bara góða islensku og var skiljanlega ekki sáttur:)

Ôli alltaf skemmtilegur...

Ég setti á Fylki þess vegna á lengjuna..Æææ..

Til hamingju með Eyjasigur..

Halldór Jóhannsson, 13.6.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband