Ætlar fólk að kjósa hana?

Ég velti því fyrir mér. Þessi ljúfa kona segir þarna:

.... að íslenska þjóðin hafi ekki enn náð áttum frá hruninu og enn séu að koma fregnir um það sem miður fór í fjármálakerfinu. Engan hafi órað fyrir þeirri klíkustarfsemi sem hafi ríkt þar. Þetta hafi gerst á vakt Sjálfstæðisflokksins.

Að engan hafi grunað klíkustarfsemina? Ég veit ekki betur en margir hafi bennt á hana, en ekki vildu allir hlusta því að það hentaði ekki. Fjármálakerfið var í svo góðum og öruggum höndum var það ekki - klíkuhöndum!!! En hafa ber í huga að þetta er sama konan og sagði á ÍNN að hrunskýrslan væri að þvælast fyrir flokknum!!!!!

Veit einhver hvort hún er að koma eða fara þessi elska, ja eða fyrir hvað hún stendur?

Ég þarf ekki að kjósa þarna á fundinum, það er annarra verk en ég segi það en og aftur að ég hefði viljað sjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur sækjast eftir þessu embætti. Maður veit fyrir hvað hún stendur.


mbl.is Ekki fara bónleið til búðar til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Eigi vil ég Nordal..

Eina sem ég get sagt...

Hvaðan kemur þessi Lára Ó ?

Halldór Jóhannsson, 26.6.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þessi Lára er úr höfuðborginni. Þekki ekki til hennar mjög náið. - held samt með henni - he he

Gísli Foster Hjartarson, 26.6.2010 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband