Bjarni Jójó ...

...til hamingju með piltana þína. ÍBV næst. Verður gaman að sjá hvað Atli frændi gerir þá já og ekki má gleyma fóstursyni Eyjanna Tryggva Sveini Bjarnasyni - þetta gæti orðið skemmtilegur leikur. Gaman að sjá að Atli hefur komið sterkur inn í leikinn, það gleður mig mjög. Hvet alla til að fjölmenna á Stjörnuvöllinn eftir viku. - Miðasala er þó ekki hafin!!!.

Fimleikafélagið eitthvað andlaust? Ég sem hélt að þeir væru að vakna.


mbl.is Bjarni: Sætasti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er ekki frá því að Stjarnan sé skemmtilegasta liðið í deildinni. Ég held með ÍR en þeir geta lítið í fótbolta. Ég hef verið að kíkja á nokkra leiki og ég held án efa að ég held núna með Stjörnunni í efstu deild. Hef farið á 4 leiki með þeim og alltaf markaveisla. Ég mæti svo sannarlega á Stjörnuvöll gegn ÍBV og styð þá bláu!

Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 00:30

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Ásgeir það er fjör á Stjörnuleikjum. Laugi Bald er nú að gera þokkalega hluti með þetta ÍR, þó en sé nokkuð í land með að liðið verði gríðarlega öflugt.

Þú mætir á völlinn og heldur bara með þeim sem að þú villt, við yrðum allavega ósammála með það þarna í stúkunni sýnist mér  

Gísli Foster Hjartarson, 28.6.2010 kl. 11:22

3 identicon

Ég tek eftir því að Stjarnan eru búnir að skora 20 mörk í deildinni og eru markahæstir. Blikar koma næstir með 19 mörk en þessi tvö lið spila þvílíkan samba bolta eins og má segja. ÍBV er bara með 14 mörk :D En ég hvet þig til að fylgjast sérstaklega með stuðningsmönnum Stjörnunnar. Einkar skemmtilegir stuðningsmenn á ferð og húmorinn í lagi! Og síðan Steinþór Freyr sem er alveg eins og Messi og er þvílíkur leikmaður. Skil ekkert í Breiðablik að láta hann fara!

Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 12:52

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Blikarnir voru nú hérna í Eyjum um daginn. Spiluðu nú engan sambabolta þá en eru sprækir, gott lið.

Gísli Foster Hjartarson, 28.6.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband