8.7.2010 | 21:55
Ja hvað skal segja.....jú 3 stig
Þetta var svona leikur sem var frekari mikið í járnum. Sá ekki fyrstu 20 þar sem að ég þurfti upp á flugvöll að sækja hjón nokkur. en eftir að ég kom þá var þetta svona frekar í járnum en við skoruðum frábært skallamark, Andri, eftir hornspyrnu. Keflvíkingar jöfnuðu eftir snarpa pressu undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur var svo í járnum þar til undir lokin að Keflvíkingar fá dauðafæri og skjóta í stöng. Stuttu síðar eiga Eyjamenn góða sókn og Tonny skýtur í slá, vandaði sig um of, við fengum boltann aftur en skölluðum framhjá. Við héldum pressu áfram. Svo er hérna lýsing á atviki sem mikið á eftir að fjalla um og þetta er mín sýn á það, hef ekki séð það endursýnt, Keflvíkingar fái innkast við miðjan eigin vallarhelming. Tryggvi tekur boltann upp og það virðist eins og hann ætli að taka innkast en Guðjón Árni slær til boltans og Tryggvi kastar sér niður með boltanum. Allt varð vitlaust og eins og ég sá þetta þá hefðu báðir átt að fá gult en Tryggvi slapp en Guðjón ekki og fór í bað eftir það var mikill hiti í mönnum í góða stund en svo var loks hægt að hefja leikinn á ný. Viðpressuðum og svo berst boltinn út fyrir teig og Eiður Aron smellir honum í átt að markinu og mér sýndist hann aðeins fara í Keflvíking og þaðan þeyttist hann í netið. Er samt ekkert viss um að hann hefði farið framhjá hefði hann ekki farið í Keflvíkinginn. Allt truflað 2-1 fyrir okkur - 3 stig í hús - risa knús!!!!
Það getur svo sem vel verið að menn sjá eitthvað annað af þessu atviki þegar það er skoðað í upptökum en þaðan sem ég sat þá fannst okkur er þar sátum að báðir hafi átt að fá gult en dómarinn ræður. Svo þegar ég skoða hérna skýrsluna eftir á og sé öll spjöldin sem Keflvíkingar fá að þá er ég hissa en á ný virðast dómarar vera frekar hliðhollir hvítabúningnum á Hásteinsvelli. Það er allavega mín tilfinning. Það var ekki þessi mikli meinti brotavilja munur á liðunum. En hversu oft hef ég ekki æst mig yfir því þegar við höfum verið dpjaldaðir í spað af þeim á öllum völlum. James og Andri verða því í banni gegn Fram, en þeir virðast vera vængbrotnir þessa dagana og það er vænlegt fyrir okkur.
Eiður tryggði ÍBV sigur á Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Allavega 3 stig og til lukku með það..
Þakka góða lýsingu frá þínum bæjardyrum séð...en leiðinlegt þegar svona læti verða...oftast lendir Tryggvi í einhverju veseni:)..Rikki afi hans verður fara alann betur upp,hehe:)
Ótrúlega mörg spjöld:(
Halldór Jóhannsson, 8.7.2010 kl. 22:32
Það kemur á daginn sem ég sagði fyrr í dag um Tryggva, hann pirrar menn alveg hægri vinstri og þeir ganga í gildruna. Það var þetta sem ég var að meina. Einnig náði hann gulu spjaldi á Sutej sem sagt var afar hæpið. En þessi spjaldasúpa er ekki alveg í takt við það sem Keflavík hefur verið að gera í sumar, fara þarna úr 17 gulum í væntanlega þá 23 eða 24 gul og eitt rautt. En til hamingju með sigurinn nafni, úff þetta var erfitt.
Gísli Sigurðsson, 8.7.2010 kl. 23:27
Já Tryggvi komst líka upp með að kalla á Sutej ófögrum orðum og hann stóð ekki langt frá dómaranum þegar að hann gerði það. Öll þessi spjöld bara á annað liðið voru ekki í samræmi við gang leiksins ef að þú spyrð mig. Eyjamenn áttu á hættu að missa eina 6 eða 7 menn í bann en misstu bara einn, Andra. En takk fyrir hamingjuóskirnar.
Gísli Foster Hjartarson, 9.7.2010 kl. 00:11
Mér skilst að dómararnir hafi ferðast með Keflavík, allavega til Eyja og væntanlega til baka líka. Hvarflar að manni að hann hafi ætlað að sanna að það hafi ekki haft áhrif á dómgæsluna að sitja með þeim þennan hálftíma. Hefði verið gaman að vera með á leiðinni til lands, líklega rafmagnað andrúmsloft, kannski hafa farið fleiri spjöld á loft.
Gísli Sigurðsson, 9.7.2010 kl. 10:08
Er ósammála þér félagi með þessa lýsingu og að dómarar séu hliðhollir Eyjamönnum í sumar. Það var ljóst frá byrjun að Keflavík ætlaði sér að brjóta leikinn niður og við töldum 8 brot á fyrstu fimm mínútum leiksins!! Gult spjald á 6.mínútu á Einar (nr. 6) og 5 mínútum síðar fer hann aftan í leikmann ÍBV og hefði hæglega getað fokið út af. Brotaviljinn var til staðar :-) Hversu oft gerist það í leik að maður tekur upp boltann og ætlar að taka innkast sem hann svo á ekki? Þetta gerist í hverjum leik og viðbrögð Guðjóns voru á þá leið að ætla sér að ná boltanum af Tryggva. Hann fellur við og það er einfaldlega gult spjald. Skil ekki hvernig þú færð það út að Tryggvi hefði átt að fá spjald? Viðbrögð og framkoma Keflvíkinga eftir leik og þá sérstaklega eins manns voru heiftarleg og þeim ekki til eftirbreytni. Heyrði þá hóta því að skilja dómarana eftir !! Eins og við bentum á í fyrra þá er það ótækt að dómarar séu að ferðast með aðkomuliðunum. Setur dómarana í vonda stöðu að vera upp á liðið komið. Eins fannst mér bekkurinn hjá Keflvíkingum sleppa ótrúlega vel, þeir voru frá fyrstu mínútu að mótmæla öllum dómum og pirra sig yfir hlutunum. Svolítið yfirspenntir held ég...
Sigursveinn , 9.7.2010 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.