Kominn tími á breytingar?

Með aukinni flutningsgetu er kannski kominn tími á að takmarka miðaframboð í Dalinn? Hafa bara X-marga miða í boði og svo er bara uppselt. Held að menn verði að fara að kíkja á það. Rétt eins og annarsstaðar í heiminum þá er takmarkað hvað hægt er að taka við mörgum. vhernig munu menn bregðast við ef veðurguðirnir verða mönnum ekki hliðhollir t.d.

Veit ekki hvað ykkur finnst en ég er þeirrar skoðunar, og hef verið í góðan tíma, að kannski þurfi að stokka spilin upp á nýtt með breyttum, vonandi betri, samgöngum.


mbl.is Uppselt í 22 flugferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sammála þessu Gísli

Friðrik Friðriksson, 12.7.2010 kl. 12:02

2 identicon

Algjörlega sammála.

Hafþór (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held því miður Gísli, að breytingar verða varla ræddar, fyrr en eftir að eitthvað slæmt kemur fyrir.

 Verði t.d. sett upp flotbryggja við Landeyjarhöfn, þá mun enn frekar, bætast við farþegaflutninga til Eyja, eða það má alveg reikna með því að einhverjir smábátaeigendur, sjái einhver aur í því að flytja fólk á milli lands og Eyja, eftir að siglingaleiðin styttist þetta mikið.  

Réttast væri líklegast að Þjóðhátíðarnefnd, settist niður og færi yfir  áætlaðan kostnað við komandi þjóðhátíð og reiknaði út hversu marga þyrfti í dalinn, til þess að þjóðhátíðin, skilaði ásættanlegum hagnaði, innan skynsemismarka að sjálfsögðu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 12:17

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kalli þetta sem þú nefnir eftir síðustu greinarskil er akkúrat það sem fólk hefur verið að benda á hér í Eyjum, menn geti sniðið sér stakk eftir vexti.

Rétt eins og með þetta að einhverjir sem ekki hafa jafnvel tilskilin leyfi fari í gullgrafaraleik og fari að flytja fólk hér á milli gegn gjaldi - svart að sjálfsögðu!!! - hef samt ekkert á móti því að menn setji upp flotbryggju, eða litla hafnaraðstöðu fyrir sunnlendinga þarna í höfninni, en hana á ekki að misnota.

Svo getur líka vel verið að það verði leiðindaveður og ekki verði nein risahátíð þetta árið. - EN umræðuna þarf að taka.

Gísli Foster Hjartarson, 12.7.2010 kl. 12:35

5 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessu hjá þér Gilli og sjálfur verið að velta því fyrir mér hvernig þetta á eftir að verða. Dalurinn og eyjan rúma ekki endlaust af fólki og finnst mér að ætti að setja hámark á miða sem eru í boði og hækka verðið á miðunum, minna framboð = hærra verð. En mér finnst að fólk/eyjamenn ættu að geta fengið einhver sérkjör á miðunum, t.d væri hægt að veita afslátt í gegnum hjálp/aðkomu að einhverjum viðburður sem fram fara hjá félaginu Shellmót, Pæjumót, Handboltamót, Þjóðhátíð. En þessi hátíð verður væntanlega ákveðinn prófsteinn á það hvort að "hámark" á miða í boði sé e-h sem verður í framtíðinni.

kv.

Hörður Orri (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:49

6 identicon

Það væri hreinlega vitleysa að vera ekki sammála þessu Gilli minn enda talaði ég strax um það þegar ljóst var að Landeyjahöfn væri tilbúin að það þyrfti að huga að miðatakmörkun, sérstaklega vegna komu flotbryggjunar. Það er til svo mikið af fólki á Íslandi sem reynir að græða á einhverju svona og setur bara upp það verð sem því dettur í hug. Reyndar má líka alveg taka það inní þetta dæmi að nú er ekkert Bakkaflug og það minnkar fjöldann um eitthvað, svo auðvitað verður Herjólfur bara hálfnýttur vegna fækkunar á starfsfólki, farþegafjöldi fer úr 550 niður í 280 manns held ég. En mér líst alls ekki vel á þá hugmynd að troða bara fólki inn í dal án þess að pæla hver takmörkin eru...

Jón Helgi Gíslarson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:11

7 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég sé nú lítið athugavert við það að einhverjir setji upp skipaferðir milli lands og Eyja. Eða; - hver er þá annars tilgangurinn með því að eyða stórfé, til þess að koma upp þessari nýju höfn við Bakka ?

Tryggvi Helgason, 12.7.2010 kl. 14:15

8 identicon

Takmörkun á flugi eða fækkun miða er ekki vænlegt til árangurs.

Takmörkun á fjölda miðia myndi reiða eyjaskeggja sökum innkomu þjónustuaðila og takmörkun á flugi myndi þýða að fólk myndi reyna að komast yfir á öllum jullum sem héldu vatni og einhverjir myndu víst drukkna á því skaki....

Best væri að færa Þjóðhátíðina bara.... t.d. til Þorlákshafnar, þá þyrfti hvorki að sigla né fljúga :)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:27

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tryggvi ég sé ekki að farþegaflutningum hafi menn til þess tilskilin leyfi og standast þær kröfur sem standast þarf.

Óskar enginn að tala um takmörkun á flugi - bara á miðum inn í Dal. það eru líka takmörk hvað þjónustuaðilar geta tekið á móti mikilli umferð hér í Eyjum. Hvort sem er í gistingu, fæði eða annað. Þá er ég líka að tala um ef eitthvað verður að veðri. Vissulega er hægt að koma upp svona hátíð í Þorlákshöfn, málið er að finna fólk til að starta þessu og halda gangandi. Kannski gerist það :-)

Gísli Foster Hjartarson, 12.7.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.