Að bjarga andlitinu

Þessi leikur snýst um stolt eins og Heimir segir svo réttilega. FH-ingar hafa tækifæri á að bæta fyrir slæmt tap í Hvíta-Rússlandi með því að vinna í kvöld. Hef enga trú á öðru en að menn vilji bæta fyrir slæmt tap á útivelli.

Annars finnst mér hafa verið áberandi þetta tímabilið að það er þungt yfir Heimi Guðjóns og mér finnst hann standa mikið í því að hnýta í leikmenn sína í viðtölum. Ekki mættir til leiks, ekki að berjast, áttum ekkert skilið, bara slakir og svo framvegis. Mér hefur fundist Heimir þarna vera alveg úr karakter og velti því því fyrir mér hvað veldur og hvort þungur Heimir og þessar eilífu skammir séu ekki partur af því að FH-liðið nær sér ekki alveg á flug. Reyndar er nú liðið líka ekki eins sterkt og oft áður og það tekur örugglega á að þjálfa lið sem hefur flugið yfir öðrum undanfarin ár og sjá það svo allt í einu bara í sömu hæð og önnur lið. En það má samt ekki horfa framhjá því að þeir eru í undanúrslitum í bikar og í efri hluta deildarinnar - kröfurnar kannski bara orðnar of miklar hjá manni? - sem verður að teljast skrýtið þar sem þetta er ekki einu sinni mitt lið!!!


mbl.is Leikurinn snýst fyrst og fremst um stolt FH-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband