Fíkniefnamál og annað fjör.....

Það átti sér stað nokkuð sérstakur, en skemmtilegur,  atburður í gærdag hér í prentsmiðjunni. Hér var allt á haus í vinnu þegar ungur piltur labbar hér inn, hann virtist vera bara nokkuð góðu jafnvægi. Svo tókumenn eftir að hann var á sokkunum, honum var bennt á það þá kom ókei og hann snéri sér við og labbaði út og í skóna. Blessaður drengurinn hafði þá farið úr skónum fyrir utan prentsmiðjuna! sSvo kom hann aftur og babblaði eitthvað og vegna hávaða var honum vísað til mín. Hann kom til mín og sagði heyrðu hvenær byrjar skólinn? Ha hvaða skóli sagði ég. Nú Hraðbraut. Ég er ekki að nenna í skólann í haust! Nú sagði ég og þá kom einhver romsa. svo báðum við hann að fara út og finna vini sína. Jújú hann fór út og stóð fyrir utan í svona 5 mínútur kom aftur inn fór þa úr skónum og kveikti ljósið á ganginum þar sem hann stóð. - bara gaman hjá honum!!. Svo þegar við buðumst til að skutla honum niður í bæ þá stóð ekki á svarinu. Niður í bæ!!! Er eitthvað að gerast þar?

Vona að blessaður strákurinn hafi komist klakklaust í gegnum það sem eftir var dagsins og að hann og aðrir gestir á Eyjunni fögru grænu eigi góða helgi í fögrum fjallasal.  .....Góða skemmtun á Þjóðhátíð gott fólk.


mbl.is Þrjár líkamsárásir í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, þetta hefur verið priceless.. ;)

Kristín (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:38

2 identicon

Þetta minnir mig á annan í Þjóðhátíð fyrir tveim árum.. hringt var í mig af nágranna,sem sagði mér að maður væri að fara inn í bílskúrinn minn og hefði lokað á eftir sér..Ég fór til að kíkja á kauða og sá ekkert í fyrstu vegna myrkurs,er inn var komið.Kveikti því ljósin í skúrnum.Í einu horninu framan við bílinn alveg upp við vegginn húkti ungur peyji ansi Þreytulegur að sjá...Ég.. hvað ert þú að gera þarna kallinn minn.. hann.. ég er að bíða eftir bekkjabíl ég.. einmitt þú hefur ekki farið alveg nógu langt.hann það hlaut að vera,ég er búin að bíða svo lengi....Rölti síðan með honum upp á næsta Götuhorn,þar sem Bekkjabíll kom von bráðar....Kvöddumst við með virktum...   Gleðil. þjóðhátíð...Sig.Þ.Ögm.

Sigurður Þór Ögmundsson (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 15:03

3 identicon

omg haha

Hjördís Yo (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband