Mögnuðu kvöldi lokið.....

Mögnuðu kvöldi lokið í miklu mannhafi í Herjólfsdal. Ekki ætla ég að skjóta á fjöldann sem mættur er, en  víst er að þarna eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Var við vinnu þarna í kvöld og allt fór fram með ró og spekt og allurundu glaðir við sitt. Kvölddagskráin var fín og endaði með frábærum tónleikum Björgvins Halldórssonar og ofurstjörnubandi hans. Frábær stemmning og ég er ekki frá því að næstum hver einasti kjaftur söng með í öllum lögun hjá þeim, og þau voru rúmlega 20 - frábær stemmning. Svo tók náttúruelga brennan við tignarleg að vanda, sérstaklega í því logni sem var í Dalnum um miðnættið. Þegar ég kvaddi höfðu Our Lives lokið sér af og Ingó og veðurguðirnir voru með snilldarprógramm í gangi á stóra pallinum og Eyjapeyjarnir í Tríkot léku við hvern sinn fingur á litla pallinum.....og flestir virtust vera í fínu skapi en því er ekki að neita að það sá vín á þó nokkrum aðilum!!!
mbl.is Ekkert jafnast á við þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Gott að fá svona frásögn af hvernig menn koma saman og skemmta sér með og án áfengis í samanlagðri gleði. Fréttir af þjóðhátíð eru oft neikvæðar í fjölmið,og því nauðsynlegt að homa hinu rétta á framfæri. Það er hvergi meiri skemmtun gleði og gaman fyrir alla fjölskylduna enn á Þjóðhátíð.

K.H.S., 31.7.2010 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.