5.8.2010 | 15:39
Kattliðugir
Þeir mæta sprækir til leiks í kvöld á Hásteinvelli kattliðugir leikmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Stærsti leikur sumarsins það sem af er í Eyjum. Með sigri geta Eyjamenn skotið FH vel aftur fyrir sig en sigri FH-ingar þá eru þeir komnir hættulega nálægt toppliðum Breiðabliks og ÍBV en FH-ingar mæta svo Blikum í næstu umferð á heimavelli.
Ég hef nú ekki veriðbjartsýnn fyrir leiki ÍBV á Hásteinsvelli í sumar og ekki batnar það í kvöld þegar Heimir Guðjóns mætir með sinn hóp til leiks þar sem innanborðs eru margir snjallir leikmenn sem geta vel stolið senunni á góðum degi. Vona því að mínir menn komi í betri gír til leiks í kvöld en gegn Valsmönnum í síðasta leik. Er ekki viss um að það gangi gegn FH að spila bara vel í 45 mínútur, ef svo er þá hefur Fimleikafélagið tapað öllum sínum sjarma.
„Þetta er átján stiga leikur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Ég spái jafntefli í Eyjum í kvöld.
Björn Birgisson, 5.8.2010 kl. 16:04
3 stig orðin 18 stigum?
1,2,3,4,5,6,7,8,9 (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 16:49
Ég spái SUÐUREYJA-LIÐINU sigri. ;-)
Björn Jónsson, 5.8.2010 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.