Svo voru fjölmiðlar.....

...endalaust að velta sér upp því hvað væri í gangi í Eyjum og hvort það væri ekki einhver hasar og fangaklefar fullir, en það er gott að sjá að menn geta litið sér nær. Ekki gott afspurnar að á hinsegindögum sem eiga að snúast um ást og kærleika í garð náungans eru allir fangaklefar lögreglunnar þéttskipaðir og allt vaðandi í leiðindum. Vona samt að enginn hafi farið svakalega illa út úr þessu fjöri öllu saman.
mbl.is Fangageymslur fullar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega Gilli, það sem er í gangi í Reykjavík um helgar er sko ekkert fallegt heldur. Það afsakar auðvitað ekki það sem gerist annars staðar en fréttafluttningurinn er náttúrulega frekar skrítinn. Fólk ætti bara að líta sér nær í fréttafluttningnum.

Man ekki eftir því að á hverju kvöldi eftir helgi í Reykjavík sé frétt í blöðum og sjónvarpinu um það hve margir voru of fullir, fóru í slag, hve mörg dópmál komu upp o.s.frv. í Reykjavík. Þar er samt samankomið svipað magn og t.d. á Þjóðhátíð en jú af því að það gerist í Reykjavík skiptir það engu máli.

 Mér er sagt að t.d. á menningarnótt sé ástandið skelfilegt en af því að það heitir "menningarkvöld" þá er það auðvitað í lagi og jú, fer fram í Reykjavík.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:13

2 identicon

Auðvitað skiptir það máli hvort það er menningarnótt eða ekki!! Hvort það eru 50.000 manns eða 10.000 manns. Gefur augaleið að því fleiri sem eru í bænum að því meiri líkur á að meir sé að gera hjá lögreglunni!!

Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:29

3 identicon

Gefur það þá ekki augaleið að á stórum samkomum úti á landi eru jafn miklar líkur á að eitthvað gerist eins og um helgi í Reykjavík. Af hverju eru þá ekki fréttatímarnir fullir alla laugardaga og sunnudaga af fréttum um það hvað margir komu á slysó eftir nóttina, hvað margir kærðu líkamsárás og svo framvegis. Það gerist alveg jafn mikið yfirleitt á kvöldi til í Reykjavík og á kvöldi til á stórri hátíð úti á landi. Skil ekki hvers vegna munurinn á fréttafluttningi er svona mikill. Það er það sem fer í taugarnar á manni.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband