Deildin skorin upp!!

Þá held ég að það sé loksins búið að skera deildina upp og sem stendur er hún í þremur hlutum og verður væntanlega til loka. Leiknir, Víkingur og Þór berjast um að komast upp. Fjölnir, samt veik von þar, ÍR, KA, ÍA sigla lygnan sjó. Njarðvík virðist falla en Grótta, Fjarðabyggð, Þróttur, og HK í baráttu um að sleppa við þetta eina fallsæti sem virðist ætla falla öðrum í skaut en Njarðvíkingum. Slakt gengi HK hefur komið mér verulega á óvart, átti von á þeim sterkari. Stóru liðin þarna Fjölnir, ÍA og KA já og jafnvel Þróttur þurfa öll að setjast á rökstóla og byrja að teikna upp næsta sumar, sérstaklega sýnir mér að ÍA og KA þurfi að leggjast vel yfir sín mál og byrja frá grunni með nýja þjálfara og jafnvel alveg nýtt umhverfi í kringum sín lið - fá ferska vinda, ja nema að menn séu bara sáttir við þetta.

Minn maður sem fór að sjá Leikni og ÍR segir að þar hafi dómarinn slegið rækilega í gegn - svo tekið var eftir um allt Breiðholtið, bæði þaðefra og neðra!!!

 


mbl.is Toppliðin þrjú unnu öll í 1. deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Væri gaman að fá Leikni og norðanmenn í Þór upp:)

Ótrúlegt hvað HK eru slappir í sumar,en græt ekki að Fjarðabyggð skuli hafa loks unnið..

Þróttarar,jú líka KA daprir:(

Ætli sé ekki kominn tími á að fá nýja og ferska stjórn inn hjá ÍA,og meiri þolinmæði:)

Halldór Jóhannsson, 20.8.2010 kl. 21:12

2 identicon

ÍR-ingar ættu nú frekar að líta í sinn eigin barm heldur en að kenna dómaranum um.

Framkoma þeirra leikmanna var einfaldlega til skammar og voru bæði þessi rauðu spjöld verðskulduð auk þess að þeir fengu fjöldan allan af gulum spjöldum fyrir að sparka í Leiknismenn vegna pirrings!

Ég held að KSÍ þurfi að skoða þennan leik og skella hárri sekt á ÍR enda voru þeir að spila aðra íþrótta en fótbolta. Það er fyndið að heyra ÍR-inga kenna dómaranum um, enda var hann bara að fara eftir knattspyrnureglum, annað en ÍR-ingar.

Ef ég væri ÍR-ingur, þá myndi ég skammast mín eftir leik kvöldsins...

Hafsteinn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:29

3 identicon

Hafsteinn, ég var á leiknum í Breiðholti.  Ég er ekki ÍR-ingur, en ég skil gremju þeirra því rauða spjaldið sem gefið var og hleypti leiknum upp, var ekki einu sinni brot hvað þá meira, heldur einföld tækling þar sem ÍR-ingurinn nær boltanum afgerandi á undan Leiknismanninum, sem ætti að skammast sín fyrir leikaraskap.  Óskiljanlegur dómur og spjöldin eftir það voru sum hver ansi "soft".  Ég hrósa  báðum liðum fyrir baráttuna í leiknum og Leiknismenn nýttu sér áfall ÍR-inga algerlega til að hirða öll 3 stigin. 

Jón Óskar (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:47

4 identicon

Spjöldin soft? Þetta voru bara pirringsbrot sem verðskulduðu spjöld! Ef menn ætla augljóslega ekki í boltann heldur manninn þá er það gult. Eina sem ÍR-ingar voru einbeita sér að gera frá því að rauða spjaldið og Leiknir skoruðu var að brjóta á Leiknismönnum, það var varla hægt að segja að þeir voru að spila fótbolta. Ef pirringur þeirra inná vellinum fór framhjá þér þá vorum við að horfa á sitthvoran leikinn.

Myndbandið af fyrra rauðaspjaldinu hlýtur að koma á netið enda leikurinn tekinn upp og þá hægt að sjá atvikið aftur. Þaðan sem ég var þá fór ÍR-ingurinn mjög harkalega í Leiknismanninn þrátt fyrir að ná að pota í boltann. Að þú segir að þetta hafi ekki átt að vera brot er hlægilegt enda fer hann mjög harkalega í Leiknismanninn.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 22:13

5 identicon

við Víkingar erum á öruggri leið upp og svo er það titill 2011

Marky (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:28

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hafsteinn og Jón Óskar það er einmitt þetta sem gerir fótboltann svo skemmtilegan menn sjá þetta algjörlega á sinn hátt. Minn heimildarmaður sem reyndar heldur með hvorugu þessara liða tók nú frekar málstað Jóns Óskars í þessari umræðu og fannst dómarinn nokkuð undir meðaltali sumarsins miðað við það sem hann hefur séð. En þetta spjall ykkar gefur mér bara ásætðu til að hringja í þjálfara ÍR á morgun og fá hans sjónarmið á atburði kvöldsins.

Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2010 kl. 00:29

7 identicon

Má ég aðeins koma með skoðun á leik Leiknis og ÍR .

ÍR-ingar komu í þennan leik til að vera í fæting !!!!!

Það er ljóst !

Þeir reyndu ekki einu sinni að spila fótbolta !

Allt fór í skapið á þeim og þeirra mönnum á bekknum !

Gísli, þinn maður var ÍR-ingur og segðu það bara  ?

Ég bý í Breiðholtinu, er gamall ÍR-ingur , að vísu í körfu !

En hef búið í Breiðholtinu í rúm þrjátíu ár !

JR (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 02:28

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

JR segi það og skrifa minn maður er Eyjamður og harður ÍBV-ari og fótboltaáhugamaður. Ég sá þetta ekki og get því ekki dæmt um þetta. Nú vona ég bara að Leiknis menn fari upp og mér myndi ekki leiðast ef að Þór Akureyri kæmi upp líka.

Gísli Foster Hjartarson, 21.8.2010 kl. 08:44

9 identicon

Er sammála að það væri gaman að Leiknir færi upp í fyrsta sinn.  Það lyftir hverju félagi að prófa sig meðal þeirra bestu.  Varðandi leikinn í gær að þá væri óeðlilegt ef lið færu ekki af fullu afli í hverfaslag sem þennan.  Hafsteinn við erum ekki sömu skoðunnar og þannig er það bara stundum í boltanum.  Dómarinn tók löglegt mark af Leikni í fyrri hálfleik og svo dæmdi hann "soft" aukaspyrnur á Leikni rétt utan vítateigs þegar samviskan var farin að naga hann þegar leið á leikinn.  Falleinkunn á dómarann segi ég, en þó höfðu menn á orði að þarna færi einn af efnilegri dómurum okkar Íslendinga en hann átti slæman dag að mínu mati.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 11:18

10 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=niNaLXb3V0I&feature=player_embedded#!

Myndband úr leiknum, dæmi hver fyrir sig hvort þetta var rautt eða ekki..

Hafsteinn (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:56

11 identicon

Ég dæmi fyrir mig og finnst þetta harður dómur.  Finnst þó línuvörðurinn Smári Stefáns Eyjamaður standa sig vel og koma og verja félaga sinn, dómarann, í öllum hamaganginum.  Lét hannaðeins heyra það á Hásteinsvelli í gær, mátti til .  Leiknir gerði þó vel að klára þennan leik og héldu sig réttu megin við strikið.

Jón Óskar (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.