Slakt

Þetta var litlaust hjá mínum mönnum, eiginlega svona í stíl við búninginn, svart/hvítt, engin gleði og menn náðu ekki upp þessum krafti sem stundum hefur verið í sumar. Það var skítahelvítis rok á leiknum og knattspyrnan því aldrei sú skemmtilegasta sem sýnd hefur verið á Hásteinsvelli í sumar. Það var reyndar dæmt af okkur mark í upphafi seinni hálfleiks - rétt eða rangt get ég ekki dæmt um því ég var ekki í aðstöðu til að sjá það.  En ég held að ég sé ekki að halla á neinn þegar ég segi að þessi úrslit voru ekkert ósanngjörn. Grindvíkingar voru t.d. skæðari gegn vindinum en við.  Nú er bara að spýta í lófana fyrir næsta leik. Áfram 'IBV alltaf allsstaðar.
mbl.is Grindvíkingar unnu toppliðið í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Alltaf virði ég menn sem geta talað af sanngirni, þrátt fyrir yfirmáta stuðning við eitt lið.

Forsterinn segir: "En ég held að ég sé ekki að halla á neinn þegar ég segi að þessi úrslit voru ekkert ósanngjörn. Grindvíkingar voru t.d. skæðari gegn vindinum en við."

Svona skrifa bara sanngjarnir menn. Alvöru menn.

Ég vil ítreka það sem ég hef áður sagt:

Ég vona að ÍBV liðið hampi Íslandsbikarnum í mótslok, en viðurkenni fúslega að úrslit kvöldsins glöddu mig óendanlega.

Áfram ÍBV og áfram Grindavík.

Áfram hin fagra landsbyggð Íslands.

Björn Birgisson, 22.8.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Nafni, það er spurning hvort þið eruð að fara upplifa sömu vonbrigðin og við Keflvíkingar gerðum fyrir tveimur árum. Reyndar alltof snemmt að spá nokkuð í svoleiðis lagað. Fullt eftir af þessu móti. KRingarnir sjóðheitir þessa dagana, mínir menn ískaldir að sama skapi og töpuðu mjög sanngjarnt á Selfossi á fimmtudaginn. Stjarnan í heimsókn á morgun, ég er nú ekki yfirmáta bjartsýnn á þann leik. Ég er eiginlega farinn að hallast að því að það hafi verið meira gaman að horfa á Keflavík spila skemmtilegan bolta og ná ekki árangri eins og síðustu sumur undir stjórn Kristjáns heldur en það sem er boðið upp á í sumar.

Gísli Sigurðsson, 22.8.2010 kl. 20:57

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þakka hlý orð Björn

Já nafni ef að ég væri stuðningsmaður Kef. hefði ég viljað halda Stjána Guðmunds frekar en að fá Willum. Þó hef ég þá trú að þið takið Stjörnumenn í kvöld. En það hefur ekki verið mikið fjör í kringum liðið í sumar og árangurinn ekki eins og maður ahfði reiknað með, en mótið er nú ekki búið.

Gísli Foster Hjartarson, 23.8.2010 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband