8.9.2010 | 13:14
Góðir möguleikar!
Ég veit ekki hvað ykkur finnst en ég held að við eigum mjög góðan séns gegn flestum þessum liðum. Held að við fáum annað hvort Svía eða Skota og sláum út og það með glans.Svo eftir því er lokið þá er bara að gera sig klára í lokakeppnina.
Keppnin fer fram í Danmörku 11-25 júní á næsta ári. Það verður gaman að sjá hvernig, ef að til þess kemur - sem að ég reikna með, menn skipuleggja Íslandsmótið út frá úrslitakeppninniþví það má nú fastlega reikna með að það verði í leikmannahópnum peyjar sem eru að spila hérna heima á klakanum.
En....áfram Ísland
![]() |
U21 ára liðið í B-styrkleikaflokki - Dregið á föstudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ójá fáum Skotanna og Danmörk verður að ári...Óll stórmót byrja alltaf á mínum afmælisdegi:):)
Halldór Jóhannsson, 8.9.2010 kl. 13:52
Er ekki best hjá Óla að velja alla u-21 mennina í a-landsliðið til þess að koma í veg fyrir það að þeir komist á úrslitakeppnina. Þá eru líka meiri líkur á að a-landsliðið nái kannski 2 stigum í heildina í staðinn fyrir 1 stigi í sínum em-undanriðli
Guðmundur Pétursson, 8.9.2010 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.