Hetjur, skúrkar og tannrótarbólga

Allt undir á morgun - hvorki meira né minna - eins og það hefur reyndar verið áður í sumar. Nú koma sebrahestarnir úr Frostaskjólinu til Eyja. Alltaf gaman þegar þeir koma á beit á iðagrænum Hásteinsvellinum, Kári Þorleifs vallarvörður samt ekki alltaf sáttur við það! Í mínum huga eru þeir besta liðið sem hefur komið í heimsókn í sumar, í bikarnum, og því verður gaman að sjá hvernig þetta fer á morgun. Við hljótum að blása til sóknar því allt annað en sigur er tap!!!! KR-ingar hljóta að sækja líka eins og brjálaðir menn, verða vonandi búnir að gleyma tuðinu út í dómarann sem þeir hafa verið að blása út síðustu daga. Tap hjá þeim og þeir eru úr leik, en sigur og þeir halda í vonina. Vona að veðrið verði ákjósanlegt. Synd að Landeyjahöfn er ekki í notkun því mann var fariðað hlakka til að fá hingað fullt af ferskum KR-ingum

Hvað er þetta sem stendur svona þarna neðanmáls í greininni: Þetta og fleira í fjögurra síðna íþróttablaði Moggans - Hvað er í gangi? eru menn dottnir niður í aðeins fjögurra síðna íþróttablað? Ég er ekki hissa þó að þessi blöð standi illa ef menn draga úr því efni sem hvað mest er lesið - klaufar.

Þarf svo að reyna að muna að panta tíma hjá tannlækninum á mánudaginn!

Áfram ÍBV alltaf allsstaðar og um alla eilífð

 


mbl.is „Við getum komist í dýrlega stöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

megi þeir sem hafa meira svart í sínum búning vinna leikinn ;)

Óskar Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 11:44

2 identicon

Leikurinn endar með sigri KR, sigri ÍBV eða jafntefli:):):):)):))

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband