11.9.2010 | 17:07
Dulin mótmæli?
Getur verið að Kristinn sé þarna meðal annars að mótmæla framkomu KR í liðinni vegna ummæla gagn vart Erlendi dómara sem settur var á leik Eyjamanna gegn KR? Jú jú orðavalið er varkárt og látið líta út fyrir að hann vilji vera óháður liðum í efstu deild.
Eigum við sem sagt að trúa því að nú sé hann búinn að klippa á öll tengsl og beri þangað engar taugar? Er það líklegt? Finnst ykkur það?
Ef ég á að svara þessu fyrir mig þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann dæmi leiki hjá KR strax frá byrjun næsta tímabils. Heiðarlegur maður Kristinn og fær dómari og ekki þekktur fyrir að láta spila með sig og því fagna ég þessum félagsskiptum hans. EN veit einhver hvert félagsskiptagjaldið var?
Kristinn hættur að dæma fyrir KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Bló, sviti og tár.
Geir H. Haarde (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 17:16
Frábært að við KR-ingar getum nú fengið alvöru dómara til að dæma okkar leiki líka
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:38
félagsskiptagjaldið... ég hef aldrei spáð í þessu en einhvernvegin efast ég um að dómarar séu falir fyrir einhverjar upphæðir eins og leikmenn...
Gísli (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 23:48
Félagaskiptagjaldið er 1500 krónur. Reyndar er félagaskiptaglugginn lokaður þannig að ég sé ekki hvernig þetta á að geta gerst núna...
GK, 12.9.2010 kl. 00:07
Heiðarlegur ?
Hvernig fær hann greitt fyrir störf sín utan landsteinana, færði hann kannski seðla sem óður sé inn í bankahólf eftir efnahagshrun, óháður !
Hver veit ?
Siggeir (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 01:42
Kristinn er búinn að vera leggja Val í einelti í mörg ár.
Rauður (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 12:05
Kristinn mun aldrei dæma leiki hjá KR. Það segir sig alveg sjálft. Þetta gerir honum kleift aftur á móti að dæma leiki t.d. hjá Breiðablik, ÍBV og FH í lokaumferðunum eins og staðan væri núna.
Líklegt að dómari sem segir fyrir mót að hann voni að sínir menn vinni titilinn fari að dæma hjá KR ári síðar.
KR-ingar fá því ekki að njóta hans en sem betur fer getur hann dæmt fleiri leiki enda frábær dómari.
Sölvi (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.