12.9.2010 | 20:47
Ja hérna hér, spennan magnast
Varla byrjað og þá var þetta búið!!!! ja eða svo hélt maður 2 skot á mark og staðan orðin 0-2 KR-ingar í fluggír og aðeins 270 sekúndur liðnar af leiknum!!! Eyjamenn bara á hælunum, en hægt og rólega komumst mínir menn inn í leikinn en KR-ingar alltaf skæðari í sínum sóknum samt. Þeir skoruðu mark/mörk sem var dæmt af, áttu skot í stöng. En Eyjamenn voru samt með meðvitund. Þannig leið hálfleikurinn.
Síðari hálfleikur hófst og Eyjamenn fóru í gír og KR-ingar sátu þá eftir um stundarsakir. 1-2 frábært mark hjá Eyjamönnum, undirbúningurinn til hreinnar fyrirmyndar. Víti í vaskinn. Tryggvi Guð brenndi aftur af víti gegn KR þessi var ekki góð séð þaðan sem ég stóð. 2-2 kom svo og Eyjamenn með í leiknum og líklegri ef eitthvað var. En svo fengu KR-ingar víti, fyllilega sanngjarnt sýndist mér, og við vorum komnir aftur í eltingarleikinn og svo skoraðu Guðjón Baldvinsson sitt annað mark, sem var gullfallegt í vinkilinn fjær, óverjandi.
Allt í lagi Eyjamenn töpuðu, ekki eins og það sé í lagi, en leikurinn var skemmtilegur á að horfa og en og aftur sýndu KR-ingar mér það að þeir eru besta liðið sem hingað hefur komið í sumar. Þeir eru í sæti 1 og 2 yfir bestu liðin sem hingað hafa komið að mínu mati. Samt hefðu Eyjamenn geta tekið stigin í dag ef hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi, en það gerðist ekki og því fór sem fór. En það er svo sem ekkert hægt að fara í fýlu þó KR-ingar hafi hirt stigin, þeir nýttu færin og út á það gengur leikurinn.
Spennan í deildinni í hámarki og nú þurfa KR og Blikar að gera jafntefli í næstu umferð, já eða KR-ingar að sigra og ÍBV að vinna rest og þá eru Eyjapeyjar meistarar - svo einfalt er það.
Get samt ekki látið hjá líða að minnast á hreinlega afleita frammistöðu stöð2sport. þeir voru búnir að auglýsa að þeir ætluðu að sýna þennan toppslag í beinni en snérist svo hugur og fóru en og aftur að sýna Fimleikafélagið og það í 11 skipti í 19 umferðum sagði einhver á vellinum - er það ekki alveg með ólíkindum en eitt árið sýna þeir Fimleikafélagið eins og Stöðin sé í þeirra eign. Hörmuleg frammistaða svo ekki sé meira sagt.
KR-ingar lögðu Eyjamenn 4:2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Athugasemdir
Reyndar var það 12 af 19 leikjum FH sem búið er að sýna beint. Mér finnst algjör skandall að þessi leikur hafi ekki verið sýndur í beinni, aumingja þeir að vera fastir með tæknigræjurnar í eyjum einn auman mánudagsmorgun.
Hlynur (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:26
Eru þeir ekki með áfastar tæknigræjur á vellinum hjá Fimleikafélaginu:):):)
Þess vegna sýna þeir bara þaðan:(:(:(
Halldór Jóhannsson, 12.9.2010 kl. 21:43
Finnst allt vera í meðbirð með Fimleikafélaginnu allar sjónvarspútsendingar og fá víti eftir pöntun og að öllum líkindum Íslmeistaratitilinn.
Knattspyrnáhugamaður (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:51
Sæll Gísli, að tapa er annað en að tapa gegn KR er eitthvað sem ég mun aldrei sætta mig við, það er bara svona, og kannski vegna þess að við Willum Þór erum systra synir, og lékum okkur í fótbolta í denn, svo auðvita gat maður ekki tapað fyrir honum í alvöru leikjum.
Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2010 kl. 23:43
Það kostar 1,2 milljónir að sýna frá ÍBV - KR. Það er mikill peningur fyrir fyrirtæki sem á ekki pening.
Venjuleg útsending kostar í kringum 600. - 700.000 kr. Erfitt þar að auki að vera án útsendingarbíls í heilan dag fyrir þetta fyrirtæki.
Ættum frekar að bölva herfilegri Landeyjarhöfn fyrir þetta klúður:)
Peningar (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 02:44
góð úrslit :)
Óskar Þorkelsson, 13.9.2010 kl. 03:47
Peningar - það er alveg jafn dýrt að senda út frá leiknum hvort heldur menn sigla um Landeyjahöfn eða ekki. Af hverju sýna menn þá ekki alveg eins frá leik Blika gegn Fylki eins og FH leiknum?
Menn eru í raun aðeins án útsendingarbíls í hálfan sólarhring þ.e.a.s. núna í fyrramálið og fram undir hádegi, því sama hvort um Landaeyajhöfn eða Þorlákshöfn er að ræða þá hefðu menn þurft allan gærdaginn í að vera í Eyjum.
Svo ernáttúruelga lágmark fröken peningur að koma fram undir nafni þegar menn eru að tjá sig um svona mál.
Óskar - hafðu þig hægan!!!!
Gísli Foster Hjartarson, 13.9.2010 kl. 07:42
Mjög sammála þér núna Gísli, mjög sammála!!!!!!!!
Kær kveðja, Áfram ÍBV.
Helgi Þór Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.