Partur af ráðgjöfinni?

Sorgleg niðursveifla þetta hjá Capacent sem aldeilis var á flugi, en hjá þeim eins og mörgum öðrum virðist fuglinn ekki hafa haft fjaðrir!! Þetta er ráðgjafafyrirtæki sem að ég hélt að myndi ekki missa sig í svona hlutum. Hver ráðlagði þeim?

Þetta finnst mér gott:

Þær áætlanir runnu út í sandinn og svarar Ingvi Þór því til, aðspurður hvort Íslandsbanki hafi haft í hyggju að selja fyrirtækið að lokinni gjaldþrotameðferð, að verðmætin liggi nær alfarið í starfsfólkinu en ekki í tækjum eða húseignum.

Þarna talar greinilega ráðgjafahlið Ingva Þórs. Ég sem hélt að auður hvers fyrirtækis væri fólkið sem þar vinnur en ekki tæki og húseignir, því án stafsfólks gerist ekkert - ekki satt? Þar liggur auður hvers fyrirtækis.

Spurnngin gæti því líka verið í hverju tók bankinn veð þegar að hann lánaði þeim þessar 700 milljónir? Hver var trygging bankans?

 


mbl.is Útrásarævintýri lýkur með nýrri kennitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta var víkandi lán með veð í sjálfu sér þannig fá bara höfðingjar og útrásarmafíuósar!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.