Vilji þjóðarinnar?

Samkvæmt þessu er vilji þjóðarinnar sá að þetta fólk verði dregið fyrir dómstól.

Skondið finnst mér hvað viðhorf til málshöfðunar er misjafn eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Orðið svolítið sérstakt þegar fólk horfir á hlutina út frá stjórnmálasoðunum. Ekki það að það komi mér á óvart, búinn að horfa upp á þetta lengi t.d. hér í Eyjum. Einn má en annar ekki og svo framvegis. Hélt kannski að fólk væri komið með nýja sýn á hlutina eftir hrun og horfði hlutina ekki eins stíft eftir flokkslínum en svo virðist ekki vera.

Þarna er að mínu mati komin ein af ástæðunum fyrir því að þjóðin er og verður alltaf föst í sömu hjólförunum því menn líta á pólitík eins og lið í enska boltanum og halda bara með sínu liði sama hvað bjátar á eða gert er. Fólk finnur hjá sér ótrúlegustu leiðir til að trúa því sem lagt er á borð hjá því.

Það hefði verið gaman að sjá hvaða niðurstaða hefði verið í svona könnun áður en þingmannanefndin lauk störfum. - er alls ekki viss um að hún hefði komið eins út. 


mbl.is Flestir fylgjandi málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fáranleika þessarar kannanar má einnig rekja til þess að fólk er beðið um að taka afstöðu með einhverju, sem að Alþingi, hefur ekki einu sinni fullan aðgang að upplýsingum um.

Niðurstaðan sýnir svo kannski að stór hluti þjóðarinnar, vill pólitískt uppgjör í réttarsal.  

 Þetta er svona nánast eins og að spyrja í upphafi keppnistímabils Pepsí-deildarinnar, stuðningsmannaklúbba liðana í deildinni, hverja þeir vilji sjá sem Íslandsmeistara.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.9.2010 kl. 15:18

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þarna er að mínu mati komin ein af ástæðunum fyrir því að þjóðin er og verður alltaf föst í sömu hjólförunum því menn líta á pólitík eins og lið í enska boltanum og halda bara með sínu liði sama hvað bjátar á eða gert er. Fólk finnur hjá sér ótrúlegustu leiðir til að trúa því sem lagt er á borð hjá því.

Hárrétt athugun

Óskar Þorkelsson, 17.9.2010 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband