Andskotans

Svakalega er þetta skrýtin tilfinning. En samt ekki slæm tilfinning. Það er þá greinilega ekkert slæmt að vera sama sinnis og einhver meirihluti. Ég og meirihlutinn í þessari könnun sammála - hversu marktæk svo sem þessi könnun eða aðrar eru hjá þessum blessuðu miðlum. Ætli Mogginn minn komi ekki með könnun innan 5 daga sem sýnir fram á þver öfuga niðurstöðu!!!!!

Það svo sem breytir ekki öllu en ég vil klára þessar aðildarviðræður sama hvað aðrir vilja svo sem gera.


mbl.is Meirihluti vill ljúka viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Gísli, ég er alltaf hræddur við það sem ég þekki ekki, en það er ekki þar með sagt að Evrópusambandið sé slæmt, ég hef það á tilfinningunni að við séum of lítil þjóð til að geta hagnast á inngöngu þarna inn í þennan risa.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Helgi. Ef t.d. matarverð og lánakjör batna við inngöngu sem nemur einhverjum % þá er það nóg til þess að ég vil skoða þetta, ekki spurning. Ruglið hérna t.d. á þessum vígstöðvum er ekki nokkru lagi líkt.  Mér sýnist á allri umræðu og því sem ég hef kynnt mér að við munum ekki fara illa út úr þessu.  Það kemur hingað innan einhverra vikna hópur til að halda kynningarfund um ESB aðildarviðræðurnar, við mætum þar og sjáum hvað menn hafa fram að færa.
Ég hef nú stundum líka látið mig dreyma um að þessar aðildarviðræður verði til þess að ráðamenn þjóðarinnar skoði sinn hag varðandi ýmsilegt er var'ðar íbúa þessa lands en í kjölfarið á því sem nú er að gerast á Alþingi þá veit ég ekki hvort ég muni sjá þann dag er það gerist!!!

Gísli Foster Hjartarson, 28.9.2010 kl. 11:44

3 identicon

http://evropa.blog.is/blog/evropa/. Lestu góðar greinar þarna Helgi. Menn geta kynnt sér hlutina vel áður en þeir dæma. Er sammála Gilla að bullið sem okkur er boði upp á er hér heima er svo yfirgengilegt að það getur ekki versnað við að gerast aðili að ESB.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:50

4 identicon

Tek eftir því að mbl.is heldur því fram að tveir af hverjum þremur fylgismönnum Vinstri grænna vilji stöðva aðildarviðræðurnar. Skv. öðrum fréttamiðlum eru 63,6% fylgismanna VG fylgjandi því að halda viðræðum áfram til enda. Svona mistök gera blaðamenn ekki óvart.

Jón (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:08

5 identicon

Ef samninganefndinni tekst að tryggja hag sjávarútvegsins til frambúðar kem ég alltaf til með að kjósa já ef ekki þá stórt nei!

Ég bjó í fjölmörg ár í Esb og var nokkuð ánægður með störf og kerfi bandalagsins. Auðvita koma alltaf upp einstök mál eða málefni sem sumir eru á móti en oftast er það bara 'stormur í vatnsglasi' Vandamálið er að Íslendingar eru meistarar í að framkvæma storm í vatnsglasi.

Högni (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:13

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Högni er það ekki alltaf svo að maður er ekki alltaf hæstángæður með allt í krignum sig, og ekki hægt að ætlast til þess í raun. En auðvitað hangir meira á sumum þráðum en öðrum í þessum viðræðum og við erum nú þegar komin með mikið af sama regluverki og er í ESB í gagnið hér á landi. 

En eins og þú segir þá erum við góð í að gera "úlfalda úr mýflugu", sennilega heimsmeistarar í því - ja allavega miðað við höfðatölu!!!

Gísli Foster Hjartarson, 28.9.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband