21.10.2010 | 10:34
Stjórnlagaþing 1 - kosningin
Margir eru að velta fyrir sér hvernig kosið verður til stjórnlagaþings. Margir sjá þetta sem eitt alls herjar vandamál sem að það er alls ekki. Ætla að setja hérna inn texta frá einum frambjóðandanum, Gunnari Grímssyni sem setti þennan netta texta á síðuna hjá sér. Síðan er þar fyrir neðan linkur á Facebokk síðu hans þar sem hann skýrir þetta og þar hafa farið fram nokkrar umræður sem sjá má þar að neðan. Síðan set ég líka link á síðu annars frambjóðanda Þorkells Helgasonar þar sem hann skýrir þetta á sinn hátt. .....svona er textinn upp settur á síður Gunnars.:
Kosningakerfið virkar svona:
- Hver frambjóðandi fær úthlutað númeri af handahófi, auðmunanlegum tölum verður hent út.
- Á vegg kjörklefa verður spjald með nöfnum allra frambjóðenda og þeirra númerum, þetta verður líka sent í pósti til allra íslendinga.
- Kjörseðillinn er blað með 25 reitum, frá 1-25.
- Kjósandi skrifar tölur þeirra sem hann vill kjósa í reitina
- Ef sá sem þú setur í fyrsta sæti er annaðhvort öruggur inn eða kemst örugglega ekki inn þá flyst atkvæðið þitt á næsta fyrir neðan.
- Og svo koll af kolli þangað til atkvæðið þitt nýtist.
Atkvæði geta ekki fallið dauð nema þú kjósir mjög fáa. Ef þú kýst 10-25 þá nýtist atkvæðið þitt einhverjum sem þú kaust. Sá sem þú settir í fyrsta fer þá annaðhvort inn (tilganginum náð) eða dettur út (átti aldrei séns) og þitt atkvæði nýtist þá þeim næsta.
Skiptir það einhverju máli hvort það var þitt atkvæði sem kom þínum #1 inn eða þínum #6?
Ég hef alveg mínar efasemdir um þetta kerfi, fyrst og fremst útaf því hvað verður erfitt að útskýra það fyrir fólki en það er stór kostur þess að atkvæði falla ekki dauð. Maður þarf því ekki að vera hræddur við að kjósa einhvern sem fær fleiri atkvæði en hann þarf og ekki heldur hræddur við að kjósa einhvern sem er ekki líklegur til að komast inn.
Maður getur kosið eftir hjartanu og ekki haft áhyggjur af að atkvæðið falli dautt. Það er gott.
Hér er linkur á síðu Gunnars
Þorkell Helgason er svo með sína skýringu hér
Svo er rétt að benda fólki á að svipan.is er með umfjöllun um frambjóðendur. Þar kennir margra grasa. Hvet áhugasama til að kíkja á þetta.
Hér er búinn að skila mínu þarna inn það hljómar svona:
Fæðingarár: 1967, þann 1. maí
Starf og/eða menntun: Framkvæmdastjóri lítillar prentsmiðju.
Hagmunatengsl: Engin eftir því er ég best veit.
Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Hef aldrei tekið þátt í flokksstarfi en er örugglega skráður í nokkra slíka eftir að hafa tekið þátt í að styðja fólk í prófkjörum. Hef starfað svolítið fyrir ÍBV, sumir vilja flokka það sem hagsmunasamtök! Svo á ég einhvern pínulítinn hlut í VSV í Vestmannaeyjum.
Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Já sit eftir boð bæjarstjóra í nefnd sem á að fjalla um og koma að starfi Eldheima hér í Eyjum. Veit ekki hvort ég er skráður fulltrúi flokks eða bara sem bæjarbúi en ef ég er skráður fyrir flokk þá er það örugglega fyrir minnihlutann, þrátt fyrir að hafa hneggst boð bæjarstjórans. Sit einnig núna minn síðasta vetur, að sinni allavega, í stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Vestmannaeyja.
Maki: Ingibjörg H. Friðriksdóttir
Starf maka: Stuðningsfulltrúi Í Grunnskóla Vestmannaeyja
Hagsmunatengsl maka: Engin
Annað: Framboð mitt er á eigin vegum, hvorki verður tekið við fjárframlögum frá einkaaðilum né fyrirtækjum, og ég mælist eiginlega til þess að ef einvherjir vilja styðja mig að þeir geri það þá með orðum manna á milli en ekki með fjáraustri í auglýsingar. Ég hef heldur ekki hugsað mér að eyða miklum úr fjárlitlum kistum sjálfs míns í framboðið en mun þiggja það að þeir sem hafa trú á mér láti það ganga. Lykilatriði í þeirri vinnu sem framundan er er að sem breiðastur hópur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar því þannig endurspeglast þjóðarviljinn. Við erum öll á sama báti og ef allir leggjast á árarnar verður útkoman góð fyrir Ísland.
Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing? Ég hef nokkuð lengi haft áhuga á samfélagsmálefnum. Hef verið nokkuð ófeiminn við að láta skoðanir mínar í ljós, eins og fólk hefur kannski séð á bloggi mínu. (http://fosterinn.blog.is) Ég hef reynt að temja mér það að gera þetta á málefnalegan hátt en ekki ráðast á persónur og níða af þeim skóinn, eða eins og menn segja í fótboltanum fara frekar í boltann en manninn. Ég tel mig geta lagt mitt á vogarskálarnar í þeirri vinnu er þarna mun eiga sér stað. Mér fannst þetta spennandi tækifæri og eftir nokkrar vangaveltur með sjálfum mér ákvað ég að slá til og bjóða mig fram. Ég er þarna að bjóða fram nafn mitt, mín sjónarmið og hugsjónir óháð einhverju flokkamynstri. Ég hef lengi haft áhuga á að koma á persónukjöri og er því til í að leggja nafn mitt í þennan hatt. Svo kemur bara í ljós hver útkoman verður.
Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni? Breytingar og ekki breytingar stjórnarskráin sem nú er er alls ekki alslæm þó kominn sé tími á að taka hana upp og skerpa á ákveðnum þáttum eins og þrískiptingu valdsins, hlutverki og ábyrgð æðstu stjórnenda ríkisins. Tryggja eignarhald á auðlindum hjá þjóðinni, skoða heimildir íslands til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, tryggja að þjóðin hafi síðasta orðið í stórum slíkum málum. Því má samt ekki gleyma að í forgrunni á stjórnarskránni á að vera mannréttindi, tjáningar- og lýðfrelsi.
Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands? Já
Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Hef gluggað í nokkrar t.d. Noregs, USA og Sviss. Einnig hef ég kynnt mér Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.
Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Á hana heima en hef ekki lesið hana spjaldanna á milli en tekið niður í hana hér og þar.
Athugasemdir
Sæll Gísli, þú ert með mitt atkvæði öruggt! Gangi þér vel vinur.
kær kveðja
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 11:20
Takk fyrir það Helgi, gott að vita að einhver hefur trú á manni. ......þú kannski hnippir í aðra og biður þá að hafa mig í huga
Gísli Foster Hjartarson, 21.10.2010 kl. 13:30
Að sjálfsögðu geri ég það.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.