1 af mörgum?

Sú spurning vaknar í framhaldi af þessu og þeirri staðreynd að nokkuð mörg lið eiga við fjárhagsörðugleika að etja hvort þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Hin liðin eru kannski ekki öll í efstu deild, ekki frekar en Portsmouth, en eru partur af deildarkeppninni ensku og því sjónarsviptir af hverju liði ef til þess skyldi koma sem ég vona nú svo sannarlega að verði ekki.

Einhverjir gárungarnir vilja nú meina að það styttist í að Tottenham feti þennan veg sem Portsmouth er að fara en þau lið sem Harry stjórnar virðast oft eiga í fjárhagsörðugleikum eftir að hann fer eins og West Ham og Portsmouthm það bætti svo ekki stöðu West Ham að komast í hendur íslenskra glæframanna. Þeir sem fylgjast með hafa náttúrulega tekið eftir því að Harry hefur síðan hann kom til Tottenham farið oftar á leikmannamarkaðinn heldur en konan hans út í búð!!!! En við verðum að vona að eigendur Tottenham, sem er nú þekktur sem gyðingaklúbbur, séu á tánum varðandi reksturinn.

 Síðu eigandi er í framboði til stjórnlagaþings. það má fylgjast með framboðinu hér á þessari síðu og á andlitsbókinni. 


mbl.is Portsmouth á leiðinni í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Var Rednapp ekki líka stjóri Southampton um tíma?  Fóru þeir ekki nánast á hausinn?

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jú Southampton fór í ræsið veit ekki hversu mikið af því hann á en ég held að dvöl hans hjá Bournemouth hafi að mestu verið laus við alvarleg vandræði, reyndar áttu þeir ekki mikla aura þá frekar en oftast áður, já og síðar en hafa nú verið að ná svona jójó árangri í gegnum árin.

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2010 kl. 21:47

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já ef ég man rétt þá hófust vandræði Southampton af einhverju viti þegar þeir féllu úr Úrvalsdeildinni, þá nýbúnir að byggja sér nýjan völl.  Eflaust ekki verið auðveldur biti að kyngja.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 21:55

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jújú þeir byggðu sér st Mary's völlinn á erfiðum tímum. Svo var einhver evrópskur bisnessmaður sem keypti liðið, þjóðverji, svissari eða eitthvað svoleiðis. Þeir eru nú í deild með Brighton og leikirnir okkar við þá eru í raun slagur tímabilsins hjá okkur. ...og nú erum við efstir í deildinni undir stjórn Gus Poyet

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2010 kl. 22:43

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já það er Suðurstrandarslagur. :-)  Svo Portsmouth að ári bjargi þeir sér frá gjaldþroti og falli. :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 22:48

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

nákvæmlega .......Ssssssseeeaaagulls

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2010 kl. 23:04

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Er gert ráð fyrir því að skreppa á leik Brightonleik, er þú ferð utan í desember?

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 23:20

8 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Heyrðu langaði það en ferðafélaginn vildi sjá leik í úrvalsdeildinni svo við förum á Arsenal - Fulham. En ég ætla að skreppa niður til Brighton í einn dag, kíki þá í klúbbbúðina og geri mér glaðan dag  fer svo um kvöldið á tónleika í Brighton með Scissor sisters

Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2010 kl. 23:25

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já ok. Bjóddu mér bara næst........... Ég færi frekar með þér á Brighton, heldur en mína menn.......... LFC. :D

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband