Þá getur maður lagt af stað.......

Já ég er sem sagt kominn í framboð, Svona leit textinnút sem að ég skilaði inn í kynninguna fryrir svipan.is:

Nafn: Gísli Hjartarson

Fæðingarár: 1967, þann 1. maí

Starf og/eða menntun: Framkvæmdastjóri lítillar prentsmiðju.

Hagmunatengsl: Engin eftir því er ég best veit.

Tengsl við flokka eða hagsmunasamtök: Hef aldrei tekið þátt í flokksstarfi en er örugglega skráður í nokkra slíka eftir að hafa tekið þátt í að styðja fólk í prófkjörum. Hef starfað svolítið fyrir ÍBV, sumir vilja flokka það sem hagsmunasamtök! Svo á ég einhvern pínulítinn hlut í VSV í Vestmannaeyjum.

Ertu í einhverjum nefndum, ráðum eða stjórnum? Já sit eftir boð bæjarstjóra í nefnd sem á að fjalla um og koma að starfi Eldheima hér í Eyjum. Veit ekki hvort ég er skráður fulltrúi flokks eða bara sem bæjarbúi en ef ég er skráður fyrir flokk þá er það örugglega fyrir minnihlutann, þrátt fyrir að hafa hneggst boð bæjarstjórans. Sit einnig núna minn síðasta vetur, að sinni allavega, í stjórn Foreldrafélags Grunnskóla Vestmannaeyja.

Maki: Ingibjörg H. Friðriksdóttir

Starf maka: Stuðningsfulltrúi Í Grunnskóla Vestmannaeyja

Hagsmunatengsl maka: Engin

Annað: Framboð mitt er á eigin vegum, hvorki verður tekið við fjárframlögum frá einkaaðilum né fyrirtækjum, og ég  mælist eiginlega til þess að ef einvherjir vilja styðja mig að þeir geri það þá með orðum manna á milli en ekki með fjáraustri í auglýsingar. Ég hef heldur ekki hugsað mér að eyða miklum úr fjárlitlum kistum sjálfs míns í framboðið en mun þiggja það að þeir sem hafa trú á mér láti það ganga.  Lykilatriði í þeirri vinnu  sem framundan er er að sem breiðastur hópur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar því þannig endurspeglast þjóðarviljinn. Við erum öll á sama báti og ef allir leggjast á árarnar verður útkoman góð fyrir Ísland.

Hvers vegna viltu á stjórnlagaþing? Ég hef nokkuð lengi haft áhuga á samfélagsmálefnum. Hef verið nokkuð ófeiminn við að láta skoðanir mínar í ljós, eins og fólk hefur kannski séð á bloggi mínu. (http://fosterinn.blog.is) Ég hef reynt að temja mér það að gera þetta á málefnalegan hátt en ekki ráðast á persónur og níða af þeim skóinn, eða eins og menn segja í fótboltanum fara frekar í boltann en manninn. Ég tel mig geta lagt mitt á vogarskálarnar í þeirri vinnu er þarna mun eiga sér stað. Mér fannst þetta spennandi tækifæri og eftir nokkrar vangaveltur með sjálfum mér ákvað ég að slá til og bjóða mig fram. Ég er þarna að bjóða fram nafn mitt, mín sjónarmið og hugsjónir óháð einhverju flokkamynstri. Ég hef lengi haft áhuga á að koma á persónukjöri og er því til í að leggja nafn mitt í þennan hatt. Svo kemur bara í ljós hver útkoman verður.

Hverjar eru helstu hugmyndir þínar um breytingar á stjórnarskránni? Breytingar og ekki breytingar stjórnarskráin sem nú er er alls ekki alslæm þó kominn sé tími á að taka hana upp og skerpa á ákveðnum þáttum eins og þrískiptingu valdsins, hlutverki og ábyrgð æðstu stjórnenda ríkisins. Tryggja eignarhald á auðlindum hjá þjóðinni, skoða heimildir íslands til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, tryggja að þjóðin hafi síðasta orðið í stórum slíkum málum. Því má samt ekki gleyma að í forgrunni á stjórnarskránni á að vera mannréttindi, tjáningar- og lýðfrelsi.

Hefur þú lesið stjórnarskrá Íslands?

Hefur þú lesið stjórnarskrár annara ríkja? Hef gluggað í nokkrar t.d. Noregs, USA og Sviss. Einnig hef ég kynnt mér Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Hefur þú lesið skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Á hana heima en hef ekki lesið hana spjaldanna á milli en tekið niður í hana hér og þar.

Þarna er nú einhverjar upplýsingar um mig svo er ég líka á Andlitsskruddunni. Ég mun nota þessa síðu til kynningar og umfjöllunar um framboð mitt og áherslur. Gaman væri að fá líflegar umræður og fá sem flesta vinkla á sem flest mál. Endilega skellið inn spurningum ef að þið hafið einhverjar.

Með fyrirfram þökk um jákvæð viðbrögð

Gilli Hjartar


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ertu búinn að ráða í prentsmiðjuna, ef þú kemst að ?

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.10.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Heyrðu já það er kominn allavega 1 starfsmaður ef til kemur  .....ef ekki trú á því að það þurfi fleiri!

Gísli Foster Hjartarson, 25.10.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Vantar þig ekki aðstoðarmann ? Svona þegar þú verður upptekinn í kokteiboðunum ?

Annars: Gangi þér vel..

hilmar jónsson, 26.10.2010 kl. 00:45

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hilmar þakka kveðjuna. Hef annars ekki verið þekktur fyrir að stunda kokteilboð og er ekki viss um að það breytist. Best samt að segja sem minnst.

Gísli Foster Hjartarson, 26.10.2010 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband