Minnir mig á að......

....við Óskar, hér í prentsmiðjunni, höfðum uppi í umræðunni hér fyrir eins og ári síðan eða svo að við ætluðum að sækja um leyfi fyrir Pylsuvagni á svæðinu. Viðgerðum nú ekkert í því enda var þetta svona meira gert til þes að skapa umræðu um Landeyjahöfn og heyra hvað fólki fannst. Viðbrögðin voru misjöfn en ekkert í líkingu við það sem gerðist þegar að höfnin var í blóma í júlí-ágúst eða þá umræðu sem nú er í gangi.

Þegar höfnin kemst í fullan gír er ég ekki fjarri því að svona upplýsingamiðstöð verði nauðsynleg. EN hvenær það verður get ég ekkert sagt til um.


mbl.is Fær ekki að reisa upplýsingamiðstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki best að kalla hlutina sínumréttum nöfnum? er þetta ekki bara venjuleg vegasjoppa?

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:09

2 identicon

Maður með þessu nafni Ingólfur Guðlaugsson,sem þarna er að sækja um að reisa upplýsingamiðstöðina,rekur fyrirtæki með öfluga stóra farþegagúmmíbáta í Reykjavíkurhöfn,en hefur aðstöðu hjá Snarfara.Það gæti komið Herjólfi illa að fá samkeppni hans.Ingólfur þessi er hugmyndaríkur og kraftmikill einstaklingur,og hef ég enga trú að hann gefist þarna upp við þetta,hann finnur aðra leið,sá túrbómaður.

Númi (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 09:12

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

jú kannski á þetta bara að heita vegasjoppa Kristinn, hef ekekrt séð um þessar pælingar hans eða hvernig planið lá.

Takk fyrir þessar upplýsingar Númi. Gamana að vita að kraftmiklir og hugmyndaríkir einstaklingar horfi til Eyja. Við erum með hérna Ribsafari og Viking Tours sem bæði geta boðið upp á eitthvað í líkingu og Ingólfur ef ekki það sama, þ.e.a.s. í flutningum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessa máls

Gísli Foster Hjartarson, 26.10.2010 kl. 09:57

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já spyrjum að leikslokum!

Sigurður Haraldsson, 26.10.2010 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.