Einir í hafinu?

Veit ekki hvort að maður segji að svona komi á óvart eða ekki, þetta eru jú samningaviðræður og menn þreifa fyrir sér á alla kanta.

Finnst alveg vanta þarna í umræðuna hversu mikinn hluta af heildarveiðunum við vildum fá. Það hlýtur að vera lykilatriði. Þetta er ekkert öðruvísi en í öðrum samningavðræðum menn taka slaginn. Núna erum við jú í minnihluta og ESB örugglega hoppað á tillögu Norðmanna til að stíga aðeins á okkur. 2 gegn einum. Núna verður samninganefnd okkar að sína af sér samningahæfileika til að ná fram meiri hlut en boðinn var af hálfu Norðmanna. Setjast yfir spilin með ESB og fá þá til að samþykkja þá hlutdeild sem menn höfðu rætt við þá og samkvæmt Jóni menn höfðu tekið vel í, og fyrst hann er svona jákvæður þá hljota menn að hafa rætt einhverja % hlutdeild eða tonnafjölda hver var sú tala.

Það er voðalega eitthvað mikill vælutónn í ráðherra samkvæmt þessari frétt.

Það þýðir ekkert fyrir Jón Bjarnason og co. að leggja árar í bát. Eru Jón og liðsmenn hans menn eða mýs?

Svo er samsæriskenningin þessi: Er ráðherra með betra tilboð uppi í erminni en er bara að fá LÍÚ til að missa andann um stund, svo setur hann trompið út og fær klapp á bakið fyrir betri samning!!!!! Wink


mbl.is Buðu 3,1% af makrílkvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þar sem að makríllinn er ekki á útleið af Íslandsmiðum, svo vitað sé, þá má alveg gera ráð fyrir því að kröfurnar hafi ekki verið undir þeim 17% sem veiðst hafa á þessu ári.

Þessi 3,1% eru bara hrein og klár móðgun og varla svaraverð.  En "móðgun" sem þessi verður víst árlegur viðburður hér á landi, álpist þjóðin á eftir Össa og hinum Samfóistunum inn í ESB.

Kristinn Karl Brynjarsson, 28.10.2010 kl. 15:17

2 identicon

Móttilboð: Rukkum beitargjald fyrir allan stofninn sem við ekki veiðum, og pössum okkur áþví að hafa það óbærilega hátt :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 16:07

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Logi hefurðu boðið þig fram í samninganefndina?

Mér dettur nú íhug hvort Norðmenn hafi reiknað veiðarnar 5 eða 10 ár aftur í tímann  og fundið út meðaltal og sagt þetta er ykkar hlutur - bara svona til að skelfa okkur!!!!!  

Gísli Foster Hjartarson, 28.10.2010 kl. 16:42

4 identicon

Djöful líst mér vel á Jón Loga í samninganefndina. þurfum að fá 20% af þessum kvóta miðað við magnið sem gengur hérna inní lögsöguna, eigum bara að segja við Norðmenn það sama og þeir sögðu við okkur áður en Makríllinn kom hérna inní lögsöguna, þetta kemur ykkur ekkert við ;). En skrautlegt finnst mér að ESB stendur með Norðmönnum eða réttara sagt er sammála þeim í þessu máli, þar sem við erum að sækja um aðild þar að og Norðmenn standa utan við ESB, gefur þetta fyrirheit um hvernig málin verða í framtíðinni hjá þeim?? S.s að ESB stendur með ríka stóra landinu gegn okkur aumingjunum.

hjörleifur (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 17:05

5 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Þetta er ósköp einfalt. Þessi stofn er innan okkar lögsögu þannig að við höfum full yfirráð yfir veiðum úr honum. Þangað til menn koma með raunhæf tilboð þá höldum við okkar striki og veiðum það sem við teljum ráðlegt.

Sigurður Sigurðarson, 28.10.2010 kl. 18:09

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Gísli, Er ekki þetta sem koma skal hjá Evrópusambandinu??????

Ég held það!

kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 18:10

7 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Hjörleifur Jón Loga í nefndina - við þurfum náttúruelga að fá eins mikið og umsemjanlegt er, má maður segja helst aðeins meira, en þetta er allt í gangi en.

Sigurður höfum við til þess heimild þá er ég ekki í nokkrum vafa um að það munum við gera. EN er þetta ekki en flokkað sem flokkustofn og þurfa menn því ekki að semja?

Helgi það er ég viss um að ef að Noregur hefði lagt þetta á borðið fyrir okkur og sagt ESB fær bara 3,1 % þá hefðum við sagt sammála - svona 1, 2 og 3. Velti því fyrir mér af hverju  þessi tala er lögð á borðið frá Norðmönnum, kannski er þetta klókt útspil hjá Norðmönnum að fá ESB til að leggjast með sér til hvílu þarna til að auka andstöðu manna hér við ESB? Þetta heldur áfram og við sjáum hvað okkar menn ná að kreysta fram, allir vilja eflaust meira en efni standa til.

Gísli Foster Hjartarson, 28.10.2010 kl. 18:37

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

 Sammæal þér Gísli.

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband