Er það ekki hið besta mál?

Nú bý ég nú ekki á stór Reykjavíkursvæðinu og því kannski ekki alveg marktækur á þetta allt saman en löngum hefur manni fundist að ferðasiðir Íslendinga hefðu mátt lagast. Fleiri hjól, fleiri í strætó og svo framvegis. Hrun eða ekki hrun hefði þetta ekki mátt breytast örlítið. Ég séð að það hefur orðið örlítil breyting á notkun bílsins á mínu heimili allavega.  Þar síðasta fylling á bensíntankinn á bílnum dugði í 23 daga og sú sem nú er í notkun er á sínum 23 degi í dag og ætti að duga allavega í 2 daga í viðbót. Held að það sé nú bara nokkuð góður árangur.

Er það ekki bara nokkuð gott ef að við lögum aðeins ferðavenjur okkar? Allavega er ég ánægður með þann árangur sem náðst hefur hér síðustu mánuði og vonandi þarf maður bara að fylla í eitt sinn þangað til daginn sem að maður fer upp á land, sem er í lok mánaðarins.


mbl.is Fleiri fara gangandi og hjólandi en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband