Miklir snillingar

Það er ekki ofsögum sagt að þarna séu tveir af merkustu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Scholes hefur mér alltaf þótt flottur spilari. Einn af þeim sem að þú veist alltaf nákvæmlega hvað þú færð út úr. Hann hefur þetta drápseðli sem er svo gott að hafa í góðum miðjumönnum, og á það svo til að birtast þegar síst skyldi og skora flot og mikilvæg mörk.  Giggs aftur á móti er í mínum bókum einn af mínum þremur uppáhaldsleikmönnum sóknarlega í þessari blessuðu deild, hinir eru Shearer og Henry. Einhver flottasti leikmaður United frá upphafi. Snillingur mikill og skemmtanagildið sem hann hefur fram að færa er óumdeilt og hefur glatt fleiri augu en talin verða á einfaldan hátt. Auðvitað er aldurinn að færast yfir þá, eins og aðra, en af hverju ekki aðlengja við þá um eitt ár. Þeir munu kannski ekki spila eins mikið en áhrif þeirra á leikmennina sem eru að koma í gegn eru óumdeilanleg.
mbl.is United vill framlengja við Giggs og Scholes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband