24.11.2010 | 23:48
Ekki sitja heima!
Þann 27. nóvember n.k. , á laugardaginn,
Við hljótum öll að vilja taka þátt í að velja það fólk sem okkur líst best á til að takast á við þetta mikilvæga verkefni.
- Undirbúa sig heima og velja sér frambjóðendur af vefnum eða eftir prentaða bæklingnum sem dreift var í hús. Skrifið svo ykkar frambjóðendur á æfingakjörseðilinn sem þið fenguð einnig sendan heim.
- Raðið eins mörgum frambjóðendum og þið frekast treystið ykkur til, eða treystið, frá 1 til 25, en munið eftir því að skipa þeim í forgangsröð; hún skiptir meginmáli.
- Ekki klikka á að kjósa.
Gilli Hjartar - 3612
Um 5.500 kosið utan kjörfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það eru kosningar, þar sem yfirvaldið gefur út kynjakvóta,ráðstafar svo restinni af atkvæðum eftir geðþótta og lítur á heila klappið sem ráðgefandi án timamarka þá skil ég ekki orðið kosningar.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 01:39
VARIST FASISTA OG ELÍTISTA Á STJÓRNLAGAÞINGI.
Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:1. Ef forseti neitar að staðfesta lög2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt. Sjálfur er ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina.Jónas (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.