Aðskilnaður ríkis og kirkju

Fyrir nokkrum dögum þegar póstur með spurnignum barst mér frá Biskupsstofu vissi ég eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég horfði á póstinn og velti vöngum en sá svo að við slíkt var ekki hægt að búa. Bréfinu skyldi ég svara. Svaraði því um hæl  en hef ákveðið að biðja félagana á svipan.is að birta svar mitt svo það sé kannski fleirum aðgengilegt, það fara ekki allir a´vef kirkjunnar eða á vefinn minn

Biskupsstofa byrjaði bréfið á þessari tilvitnun í stjórnarskrá vora, 62. gr., sem hljóðar svo:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
 Sjá svar við spurningu 2
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?
 
Mér er það bæði ljúft og skyllt að svara þessum spurningum og hér fylgja svör mín:
 
Því miður hefur kirkjan misstigið sig, ekki kannski kirkjan sjálf en ákveðnir lykilmenn sem starfa innan hennar. Þurfum ekkert að fara út í þá sálma hér. Það er náttúrulega bara eðlilegt að hinn almenna borgara setji hljóðan og jafnvel „bölvi“ kirkjunni eftir allar þær sögur sem í ljós hafa komið.. Kirkjan missti mikið traust hjá mörgum , allt hjá sumum, og mörgum finnst því eiga að aðskilja hana frá ríkinu fyrir fullt og allt. Það er brekka fram undan fyrir kirkjunnar menn segja margir, en aðrir eru þessu ósammála og vilja meina að vatnið hafi bara gárast um stundarsakir. Þið vitnið í 62. gr. stjórnarskrárinnar og hvort það eigi að breyta þeiri grein. Ég vil gera þetta svona og vitna í 79 grein. Stjórnarskrárinnar en þar stendur í seinni hluta greinarinnar:

  Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu, til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Mín hugmynd er nefnilega sú að Alþingi leggi það bara í hendur þjóðarinnar hvað hún vill gera varðandi þetta mál. Þjóðin tekur bara hreina og klára afstöðu hvort hún vill fullan aðskilnað ríkis og kirkju eða ekki, og þá væntanlega í leiðinni dóm á það hvort að hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi . Held að ég sé ekki ósanngjarn með því að leggja þetta til.  Bæði þeir sem vilja aðkilnað ríkis og kirkju og þeir sem vilja það ekki hljóta að hafa trú á lýðræðinu. Því er það mín skoðun að valið sé þjóðarinnar!
Þetta legg ég til, maður sem geng með kross um hálsinn þó ekki sé ég kirkjurækinn maður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannréttindi eru ekki kosningamál.
Hvað með td Saudi; Kjósum um það hvort það megi hafi kirkju í Saudi.. .

Engin þjóð getur verið með ríkistrú og sagst vera með lýðræði, það gengur ekki upp.

doctore (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband