Er þjóðin galin?

Hef velt þessu fyrir mér síðustu daga þegar kosningabaráttan hefur harðnað ef að svo má að orði komast. Veit ekki hvort þetta er eitthvert sér íslenskt fyrirbrigði en allt í einu hefur hópur frambjóðenda farið að flokka frambjóðendur sem hitt og þetta með og móti , við hliðina á og fyrir aftan og ég veit ekki hvað.

Velti því fyrir mér hvort ekki er réttara að eyða meiri tíma í að koma á framfæri eigin ágæti heldur en að eyða tímanum í að skipa fólki á bása og setja út á það. Byrja svo að segja fólki hvaða bása það á að kjósa.

Mér finnst það dapurt ef að frambjóðendur treysta því ekki að kjósendur séu sjálfir dómbærir á það hvaða frambjóðendur séu líklegastir til að tala þeirra máli á sem flestum sviðum.

Hérna eru fimmhundruð tuttugu og eitthvað einstaklingar að bjóða sig til þess að vinna að einhverju merkasta plaggi hverrar þjóðar. – Stjórnarskránni. Ég trúi því ekki að fólk sækist í slíkan starfa með slæmum ásetningi. .....kæmi mér verulega á óvart. Allir þeir frambjóðendur sem ég þekki personulega eða hef heyrt af eru vel frambærilegt fólk og flest þeirra eru kannski sterkari á einu sviði frekar en öðru. Sem er bara hið besta mál. Ekkert okkar er fullkomið.

Nái ég kjöri mun ég mæta til leiks af opnum hug og vinna af heilindum, þjóðinni vonandi til heilla,. Ég einset mér um leið að standa undir því trausti sem mér væri sýnt með að taka þarna sæti. Það er í mínum huga lykilatriði að sem breiðastur hópur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar því þannig að endurspeglast þjóðarviljinn sennilegast best.

Ég bauð mig fram fram til stjórnlaga þings í þeirri von um að fá að taka þátt í því sem að ég held að hljóti að vera ásetnignurinn með þessu þingi og það er að móta stjórnarskrá sem staldri ekki bara við í nútímanum heldur fylgi þjóðinni inn í framtíðina.

Þó mikilvægt sé að skýra stjórnarskránna þá vil ég líka benda á að það gerist fátt nema að við breytum hugarfari okkar. Við, þjóðin öll, þurfum að temja okkur meiri sjáflsgagnrýni, aga og virðingu fyrir reglum og umfram allt fyrir hvort öðru. Við erum öll á sama báti og ef allir leggjast á árarnar verður útkoman góð fyrir Ísland. – Er það ekki draumastaðan?.

Eigið góða kosningahelgi öll sem eitt

Gilli Hjartar - 3612


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gangi þér vel Gísli!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 18:29

2 identicon

Gangi þér vel elsku frændi<3

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 19:44

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kærar þakkir bæði tvö.

Gísli Foster Hjartarson, 26.11.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband