Hvað meinar Þór Saari?

Bankarnir borgi þetta? Af hverju? Hvaðan heldur hann að þeir nái í penginn til þess? Alveg er ég kominn með nóg af þessu Icesave dóti og því fer nú vonandi að ljúka með einhverjum þokkalega vitrænum hætti. Gaman að sjá að heimtur í bú gamla Landbankans virðast ætla að verða mun betri en menn töluðu um á sínum tíma, það er gleðiefni í sjálfu sér.  Kannski að það fari að koma aukin tiltrú og möguleikar fyrir íslenskt athafnalíf erlendis frá. Þá mun Villi vasaklútur gleðjast og aðrir líka.
mbl.is 200 milljörðum hagstæðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað Þór meinar? Heyrðirðu hann ekki lýsa því í fréttum kvöldsins?

Hann benti m.a. á, að Landbankinn gamli virðist hafa verið rekinn nánast sem glæpafyrirtæki og að miklar bótakröfur eru því fyrir hendi gagnvart þeim, sem misnotuðu bankann og margbrutu bankalög o.fl. reglur, og einnig virðist mér að PriceWaterhouse Coopers gæti verið bótaskylt um marga milljarða, jafnvel tugmilljarða, vegna vanrækslu og vítaverðra ágalla á endurskoðun starfsmanna þeirra á reikningum Landsbankans.

Einungis Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta á að bera þær byrðar, sem eftir verða, þegar eignasafn og fjárkröfur Landsbankans gamla hafa verið notaðar til hlítar.

Þjóðin er saklaus, og ríkið ber hér enga beina ábyrgð.

M.b.kv.,

Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 21:32

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sá ekki fréttirnar Jón Valur, var í vinnu. Horfi á eftir. 

EN fréttir síðustu daga virðast benda til þess að hér á landi hafi hver glæpabankinn á fætur öðrum hlaupið um allt og hafa vaðið ofan í vasa hvers þess er á vegi hans varð. Eigendur bankanna hafa svo gengið um tómar hirslur þeirra með ótrúlegri djörfung - viðbjóðslegt. En hefur enginn verið gómaður, en vonandi breytist það ef einhver er sekur!

Er alveg sammála þér með þetta með PWC, vinubrögðin þar virðast hafa verið hreint ótrúleg. Talandi um kunningjasamfélag!!!! Vinurbrögð þeirra eiga ekki bara við um Landsbankann heldur Glitni líka. Svo kalla þeis sig fagmenn!!! Hversu dapurt var þetta allt orðið hjá okkur? Ætli það hafi lagst?

Gísli Foster Hjartarson, 9.12.2010 kl. 22:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, Gísli, þetta var hrikalegt. Nú er að taka fram handjárnin og kafa í sjóði þeirra seku!

Jón Valur Jensson, 9.12.2010 kl. 22:23

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála ykkur. Nú þarf bara að koma glæpamönnum landsbankans, glitnis og kaupþings bak við lás og slá, kyrrsetja allar þeirra eigur og gera upptækar. Taka svo snúning á okkar spilltu pólítíkusum og koma þeim frá - for ever. Þá fyrst öðlumst við einhverja sjálfsvirðingu á ný sem og virðingu umheimsins.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.12.2010 kl. 22:53

5 identicon

Utanþingsstjórn er það skynsamasta í stöðunni, losa landið við pólitík í smá tíma.

Geir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband