Kommúnistaríki?

Maður veltir þessu fyrir sér að hér tala menn alltaf um svona eftirlitsþjóðfélög sem kommúnistaríki. Er USA að verða eitt af þeim? Eða er hættan af orðum Birgittu slík að hún jaðrar við þjóðaröryggi?Get ekki ímyndað mér það og orð einhverrar konu á íslandi geta vart orðið kjarninn í svona máli. Trúi því ekki að yfirvöldin í landinu sem segist vera fánaberi réttlætis og tækifæra til handa öllum gangi svona langt.

Svona umræða minnir mig oft á það sem sagt er hér í Eyjum: Ekki gagnrýna íhaldið þú færð það í bakið. Hef aldrei skilið þetta svo hafa þóst getað bent á eitthvað hér eða þar. Það skondna við þetta er að hingað í smiðjuna kom brottfluttur sjálfstæðismaður í vikunni og sagði að Eyjar væru mesta kommúnistabælið á landinu!! Skondið hvernig menn sjá oft hlutina öðruvísi úr fjarlægð - en þetta er útúrdúr.

En það er með Birgittu eins og t.d. Geir H Haarde vegna Landdóms,  ef að þetta fólk hefur ekkert að fela þá á það ekki að hræðast það að einhverjir skoði þeirra orð og gjörðir. Er ekki gott að fá andrúmsloftið bara hreinsað í eitt skipti fyrir öll og standa uppi sem sigurvegari. Eða er það svo að þetta fólk treystir ekki réttarkerfinu?


mbl.is Twitter gert að afhenda öll skilaboð Birgittu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður.

Sigurður Haraldsson, 8.1.2011 kl. 09:14

2 identicon

"ef að þetta fólk hefur ekkert að fela þá á það ekki að hræðast það að einhverjir skoði þeirra orð og gjörðir."

Allir hafa eitthvað að fela. Ef þú hefur ekkert að fela, af hverju ertu þá með gluggatjöld heima hjá þér? Þó þú hafir ekkert að fela, hefuru enga ástæðu til að sýna það enda snýst það ekki um að hafa eitthvað að fela heldur frekar að það komi öðrum ekkert við.

Þetta "ég hef ekkert að fela" kjaftæði þýðir ekkert annað en "mér er sama hvað gerist svo lengi sem það gerist ekki fyrir mig"... við eigum að aðstoða hvort annað með að láta ekki brjóta á rétti okkar til einkalífs.

http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=998565 lestu þessa ritgerð um einkalíf eftir bandarískan lagaprófessor.

HB (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 10:10

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

HB þetta snýst um að hafa brotið af sér eða ekki. Ef að þetta fólk hefur ekkert brotið af sér hvað hefur það þá að fela í þessum málum? Ekkert.  Það var enginn að tala um að þetta fólk gæti ekki haft eitthvað að fela. Það er alveg eins og þú segir það hafa allir eitthvað að "fela" Í þessum málum eins og hjá Birgittu er um aðræða færslur hennar vegna Wikileaks ef þær eru allar hreinar og beinar hvað er þá að fela? það er enginn að tala um að það sé verið að bera á torg einkalíf fólks, heldur hvort það hafi brotið af sér gagnvart lögum og það er refsivert. Ég er alveg sammála þér og sennilega vel flestir aðrir að fólk á rétt á sínu einkalífi.

Gísli Foster Hjartarson, 8.1.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.