Get bara ekki að því gert......

...finnst þetta hérna alveg sérstakt:

Líkt og aðrir stofnfjáreigendur í Byr stóðu Norðlendingar í þeirri trú að lánin sem þeir tóku vegna stofnfjáraukningarinnar væru í raun áhættulaus. Stofnfjárbréfin sjálf væru eina veðið fyrir lánunum og færi allt á versta veg gæti bankinn ekki gengið að öðrum eignum stofnfjáreigendanna. Þeir væru með öðrum orðum ekki persónulega ábyrgir.

Áhættulaus lán!!!!! Sem sagt það átti bara að hyggla eigendunum til að reyna að græða en ef illa færi átti einhver annar að taka það á sig!!! Eigendurnir að dekra sjálfan sig. Hver andskotinn var eiginlega í gangi? Ég er ekki hissa þó að allt hafi farið til andskotans.

Hvenær ætli almenningi verði boðin áhættulaus lán?  Ég er nánast orðlaus yfir þessu öllu saman, ég sem hélt að sá tími væri liðinn.


mbl.is Gríðarlegir hagsmunir undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo fyndið...

Ef þessir aðilar hefðu grætt milljónir þá væri þetta allt í lagi.

Þetta lið er að reyna að komast hjá því að borga, þegar allt fór illa....

Sorry...get ekki fundið til með því.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 20:00

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margir tóku áhættulaus lán, veðlaus lán, þau allra stærstu tóku útrásarvíkingarnir. Hamizt í þeim, ekki stofnfjáreigendum sem voru nánast blekktir til lántöku með áherzlu Glitnis á það, að stofnfjárbréfin sjálf væru veðið. Það var ekkert fasteignaveð fyrir þessu, en nóg af latínuorðum sem hjálpuðu fólki ekki til að skilja til hlítar, út á hvað þetta gengi.

Hneykslizt þið bara á almenningi, þið fáið kannski eitthvað út úr því í kvöld (vá, 1059 gestir í dag mínus þú sjálfur!), en ekkert til lengdar.

Jón Valur Jensson, 21.1.2011 kl. 20:52

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Valur ég á bara ekki orð yfir þetta. Þetta á ekki bara við sparisjóðina greinilega. En að kerfið átti að virka þannig að ef fólkið græddi þá var allt í lagi en ef að það tapaði þá átti annar að blæða - ekki satt? Hverslags rugl er það? Ertu hissa á að allt hafi farið hér til fjandans með þessari hugsun? (og vittu til það eymir af þessu en).  ..Fyrir mér er þetta eitthvað sem á heima í ævintýrabókum en ekki í raunveruleikanum og að fólk skuli hafa keypt svona finnst mér með ólíkindum og það er í raun með en meiri ólíkindum ef menn hafa boðið upp á þetta.   ....ég get alveg skilið að fólk hafi gleypt við eþssum Excel skjölu, því það sá bara gróða og gleymdi um stundarsakir þeim raunveruleika sem´var fyrir utan herbergið sem að það var í.

Það sem er sorglegast af þessu öllu að enginn hefur verið hnepptur í fangelsi fyrir þessi vinnubrögð, eða þurft að sæta ábyrgð. Í mörgum þessum sjóðum situr sama fólkið jafnvel en í stjórn þrátt fyrir þessa meðferð á eigendum og gjaldþroti sjóðsins. Þannig er það allavega hér í Eyjum sjóðurinn fór á hausinn en sama fólk er en í stjórn!!!!

Það virðist vera svo að menn ætla að vera seinir til að læra hér á landi spurningin er hvort að við þurfum ekki að fara að fá utanaðkomandi aðstoð við að taka hér til.  Auðvitað á þetta við um útrásarvíkingana líka. Þeir áttu bankana og fóru um þá eins og ryksugur og drógu með sér einhverja sem þar störfuðu í skiptum fyrir einhver glæpakjör.

Einn brandarinn í þessu í viðbót Jón Valur er að hér á landi er en til fólk sem heldur því fram að regluverkið í kringum þetta allt hafi verið í lagi ....það þykir mér sorglegt, veit samt ekki hvað þér finnst, en held að þar séum við í sama liði.

Gísli Foster Hjartarson, 21.1.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu var það ekki áhættulaust að tapa öllu sínu stofnfé, Gísli.

Margir lögðu peninga í að kaupa það, auk þess að taka lán. Sumir lögðu aðeins peninga í það, tóku ekkert lán – og töpuðu öllu. Glitnir tapaði trúlega hundruðum milljarða á ólögmætum lánum til eigenda sinna, af hverju fá þeir enn að valsa um og leggja t.d. hundrað milljónir í aldeilis hæpna málsvörn sína í N.Y. og stýra svo skoðunum manna hér heima gegnum Fréttablaðið?

Viltu frekar láta taka norðlenzka bændur, heil hreppsfélög, og hengja þau upp í gálga öðrum til viðvörunar – eða hreppa þau í skuldafangelsi, þú veizt hvað ég er að fara.

Er þó ekki á leið norður, heldur í bælið, vinur, og læt hér staðar numið.

Jón Valur Jensson, 21.1.2011 kl. 23:47

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... hneppa þau, vildi ég sagt hafa grútsyfjaður.

Jón Valur Jensson, 21.1.2011 kl. 23:48

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Jón Valur Ég er alveg jafn strand og þú í því af hverju menn valsa en um stræti og torg og ekkert er gert.  Þar erum viðhjartanlega sammála, og við erum líka sammála sýnist mér um ruglið sem þessi lán voru þó við tæklum þau í sitt hvornhátinn. Ég vil ekki sjá sakælaust fólk hneppt í skuldafangelsi, en ég er bara alinn upp við það að öllum láum fylgir sú kvöð að þurfa að greiða til baka og það er nú sennilegast einaf ástæðunum að ég skellti alltaf skolla eyrum við því þegar hinir og þessir í kringum mig töluðu um hin og þessi lán og fyrirgreiðslur í kringum mig. En en þann dag ídag læt ég verðtrygginguna pirra mig.

Hér í Eyum töpuðu menn á þessu gambli með því að kaupa aukastofnfé. Upphaflega höfðu (þessir útvöldu) menn og konur tengd pólitík keypt þessi bréf af því er mér skilst á 2500 til 5 þúsund krónur en svo tók þetta fólk lán þegar til stóð að auka stofnféð og menn voru búnir að hleypa peningamönnunum í að sprengja eitthvað upp.  Fyrir þessu fólk vakti lítið annað en að græða, en þeir einu sem græddu, ja allavega í fyrstu umferð voru þeir sem seldu stofnbréf sín strax við útboðið og náðu þá í jafnvel tugi milljóna í vasann - þeir aðilar voru sennilega klókastir.   ....núna á ríkið orðið meirihluta, búið að færa upphaflegt stofnfé niður og það semmér þykir einna sorglegast VMbær er búinn að kaupa sig þarna inn fyrir á annað hundrað milljónir .....í þeirri von væntanlega að græða síðar. Sumir hafa sagt að þeir hafi lagt þetta fé inn til að bjarga hér störfum!!! Ætli mér beri þá ekki að fagna því því þá koma þeir væntanlega líka með pening inn í prentsmiðjuna hjá mér ef halla fer virkilega undan fæti!!!  - Eigðu góða helgi

Gísli Foster Hjartarson, 22.1.2011 kl. 08:28

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir þetta, Gísli, og fyrir þetta innlit í ykkar líf í Eyjum.

Það er góður staður, þekki ég.

En með laupum á stofnfé fyrir reiðufé átti ég ekki við upphaflegu stofnfjárkaupin, þótt þau séu líka inni í þessu og hafi kostað sitt (ekki nútíma-fimmþúsundkalla), heldur átti ég við stóru stofnfjárútboðin um 2007. Ýmsir töpuðu þar reiðufé.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 22.1.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband