28.1.2011 | 18:40
Vá hvað ég held.....
.....að margir fái úr ..... .... . Tek ofan fyrir Landskjörstjórn að gera þetta. Finnst þetta fólk sýna ákveðna sóma tilffinningu með þessari afsögn, já og svara kalli margra í þjóðfélaginu sem hafa margir hverjir reytt hár sitt og jafnvel skegg síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn.
Landskjörstjórn sagði af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt það fólk sem telur Hæstarétt hafa dæmt samkvæmt pólitískri forskrift eða fyrirmælum frá Valhöll verða - okkar allra vegna - að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings og kæra dómarana.
Geri þau það ekki er allt þeirra tal öll þeirra skrif ekkert annað en innantómur þvættingur fólks sem ekkert mark er á takandi - hvorki í þessu máli né öðrum.
Í þessum hópi eru m.a. Bubbi - Illugi Jökulsson o.fl
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.1.2011 kl. 08:44
Er alveg sammála þér Ólafur Ingi. Þeir dæmdu samkvæmt bókstafnum, og eiga alltaf að gera. Það má svo alltaf setja út á hvernig menn túlka orðið kjörklefi og fleira sumt kann að þykja hártoganir og ég er hissa hversu margir sem t.d. koma í prentsmiðjuna til mín segja að þeim finnist þarna vera um að ræða hártoganir varðandi ýmsilegt þarna, en það er dæmt eftir lögum og það hlýtur því að vera rétt. Ég bauð mig fram til stjórnlagaþings og sá ekki ástæðu til að kvarta undan neinu af þessum hlutum. Að reyna að kíkja á kjörseðil t.d. hjá öðrum segir mér meira um þann sem reynir að kíkja en þann sem er að kjósa og svo framvegis. En í lögunum er þwtta öðruvísi þá beygja menn sig bara undir það í þessu sem og öðrum málum. Heyri að sumir segja að þarna hafi hæstiréttur dæmt eftir bókstafnum en t.d. ekki í lánamálunum um daginn. Þekki það bara ekki nógu vel til að tjá mig um það. Hæstiréttur Íslands getur ekki, og náttúrulega á ekki, að dæma eftir einhverri pantaðri forskrift. En úrskurðinum vegna stjórnlagaþing kyngi ég alveg og mér finnst Landskjörstjórn þarna gera rétt. En regluverkið var væntanlega samið af einhverjum ráðuneytisstarfsmönnum hvar standa þeir í þessari umræðu?
EN svo er annað sem að mér finnst menn alveg gleyma í þessu og það er að kannski er bara kominn tími til að taka upp kosningalögin. Við lifum á breyttum tímum. Krafa um persönukjör er háværari en nokkru sinni. hvort heldur er innan lista eða þvert yfir kjörseðil og svo framvegis. Kannski væri rétt að skipa góða nefnd í að fara yfir þau mál. Við skipan þeirrar nefndar, eins og reyndar með margar aðrar, mætti alveg leita út fyrir hina pólitísku elítu til að fá víðara sjónarhorn.
Gísli Foster Hjartarson, 29.1.2011 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.