Bjarni með vafning...

..og bara reiðubúinn til að bretta upp ermar. Þó fyrr hefði verið! 

Það sem mér þykir reyndar ekki tíðindi er að hann skilur ekki að þó að þátttaka hafi ekki verið samkvæmt væntingum í kosningum til stjórnlagaþings þá er það svo að Alþingismenn, sama hvaða nafni þeir heita, njóta ekki mikils stuðnings þessa dagana nema þá helst hjá einhverjum hirðseinum eða meyjum. 

Hvað með útspilið að þingmenn og fulltrúar utan þings komi saman að þessari vinnu. Vandræðin hafa nefnilega verið að menn og konur í sömu stöðu og Bjarni hafa ekki getað tekist á við að breyta stjórnarskránni. Held að sú vídd að hleypa utanaðkomandi að, já eða leggja til grunninn sé óvitlaus hugmynd. Svo á að leggja stjórnarskrána fyrir þjóðina. Fáist hún samþykkt þar á hún að fljúga möglunarlaust í gegnum Alþingi. Alþingi eitt og sér á ekki að fara með ferðina í þessu. 


mbl.is Vill hefja endurskoðun stjórnarskrárinnar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK. Þegar hann segir byrjum núna þá segir þú : Nei. Við skulum eyða aftur 500 milljónum til að fá hugmyndir sem gætu orðið góðar, eða slæmar, og berum undir þjóðina, sem gæti fellt þær, eða ekki, og þá erum við virkilega komin af stað í áttina að einhverju. Fáum 500 manns til að gefa kost á sér og 15% þjóðarinnar til að mæta og þá er þetta komið.

Síðan er það auðvitað þannig, ekki satt, að alltaf þegar þjóðin fer að kjósa í alþingiskosningum þá kýs hún svo vitlaust fólk. En þegar sama þjóðin fer og kýs í stjórnlagaþingskosningum þá kýs hún vitringa. Fulltrúa fólksins. Sanna stjórnlagafræðinga. Eins og Ómar Ragnars og þá.

Þú ert að sannfæra mig...Já, sko....Látum Jóhönnu og Steingrím sjá um það sem þau eru góð í. Þau geta samið við Holland og Bretland, þjóðnýtt svoldið af fyrirtækjum, einkvætt bankana, selt fyrirtækin bak við tjöldin, leyst úr skuldavandanum... og.... búið til störf.

Og Ómar og þau semja á meðan stjórnarskrá. Við erum sammála.

Kristinn S (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:15

2 Smámynd: Óskar Ingi Gíslason

Mikið rétt Kristján. Svo eitt til hvers þarf að breyta stjórnarskránni?? hvaða liði þarf svo nauðsinlega að breyta?? ég hefði frekar viljað gefa mæðrastyrksnefnd þessa fjármuni sem fóru í þetta stjórnlagamúgsefjunarbull!!

Ekki svara mér að orkumálin séu eitthvað atriði enginn mun vilja kaupa orku af okkur eftir 30-50 ár, okkar aðferðir til að virkja verða úreltar og hægt verður að byggja umhverfisvæn orkuver allstaðar.

Óskar Ingi Gíslason, 29.1.2011 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband